Gengið verður frá Akureyrarkirkju kl. 17:00 og í lok ljósagöngunnar bjóða Sambíóin, Norðurorka og VÍS göngufólki í bíó. Kvikmyndin Disconnect verður sýnd en hún hefur fengið lof gagnrýnenda fyrir að takast á við tengsl og áhrif nútímatækni og samskiptamiðla í umfjöllun um netnotkun, klám og einelti.
Í Reykjavík hefst ganga klukkan 19.00 í Alþingisgarðinum og þaðan er gengið eftir Tjarnargötunni að Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands. Sérstakir heiðursgestir og ljósberar verða að þessu sinni merkiskonur sem áttu þátt í stofnun Kvennalistans fyrir 30 árum og vilja samtökin með þessum hætti heiðra starf þeirra í þágu jafnréttis á Íslandi.
25.11.2013
Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í 23 sinn. Átakið stendur í 16 daga frá 25. nóvember sem er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og til 10. desember en það er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.
21.11.2013
Á bilinu 30–48% kvenna á Norðurlöndunum sem vinna hlutastörf segjast gera það vegna fjölskyldunnar. Mun færri karlar en konur vinna hlutastörf og þeir nefna miklu síður en konur að það sé fjölskyldunnar vegna. Í norrænni rannsókn nefndi enginn íslenskur karl að hann ynni hlutastarf vegna fjölskyldunnar. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði Arbeidsliv i Norden.
20.11.2013
Kvenréttindafélag Íslands býður upp á fund um nýlega skýrslu um stöðu kvenna innan lögreglunnar á Íslandi þann 25. nóvember nk. á Hallveigarstöðum. Fundurinn fer fram milli kl. 12 og 13.
Í október síðastliðnum var kynnt skýrsla um vinnumenningu innan lögreglunnar sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir vann í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og Háskóla Íslands. Þar kom m.a. í ljós að konur upplifa kynferðislega áreitni frekar af hálfu samstarfsmanna innan lögreglunnar en karlmenn frekar af utanaðkomandi aðilum
20.11.2013