Fréttir

Málþing Jafnréttisráðs um jöfn laun og sömu kjör

Jafnréttisráð stendur fyrir málþingi um jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Málþingið verður haldið á Hótel Sögu 27. október nk.

Eykur breidd í forystu hagnaðinn?

Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð halda morgunverðarfund fimmtudaginn 22. september um það hvort fjölgun kvenna í forystu fyrirtækja sé til góðs.

Foreldrar og fæðingarorlofið

23. september nk. stendur lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands, að ráðstefnu undir yfirskriftinni Foreldrar og fæðingarorlof -ráðstefna um framkvæmd laga nr. 95/2000.

Fimm ára afmæli Jafnréttisstofu

Í dag fagnar Jafnréttisstofa fimm ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins hefur Jafnréttisstofa samþykkt starfsmannastefnu með jafnréttisákvæðum.

Vinnufundur hjá Jafnréttisstofu

Síðustu tvo daga stóð yfir vinnufundur starfsfólks Jafnréttisstofu, þar sem farið var yfir verkefni vetrarins.

Nýjar skýrslur á netinu

Nokkrar nýjar skýrslur um jafnréttismál eru komnar á netið. Þetta eru skýrslur frá jafnréttisráðuneytunum í Svíþjóð og á Írlandi.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2004 komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu fyrir árið 2004 er komin út, og er aðgengileg á hér á vefnum. (pdf)

90 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Jafnréttisnefndir sveitarfélaga héldu landsfund sinn á Akureyri sl. föstudag og laugardag.

Nemendur í kynjafræði við Háskólann á Akureyri

Nemendur við Háskólann á Akureyri heimsóttu Jafnréttisstofu í dag til að fræðast um starfsemi stofnunarinnar.