Barna- og fjölskyldustofa birtir ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og ungmennum
Barna- og fjölskyldustofa hefur hannað og framleitt ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum sem nú eru aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar. Námskeiðin, sem ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri, eru afrakstur aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (forvarnaráætlun), þar sem megináherslan er lögð á að efla aldursmiðaða kennslu og forvarnir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.
24.11.2023