Jafnréttisfulltrúar Stjórnarráðsins hafa tekið saman skýrslu um störf sín á tímabilinu 2015-2017.
15.11.2018
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Framlengingin tekur til fyrirtækja og stofnana, óháð stærð þeirra. Reglugerð ráðherra þessa efnis tók gildi í dag.
14.11.2018
Það var líf og fjör á laugardag í sal Einingar-iðju þar sem konur á Norðurlandi hittust til skrafs og ráðagerða. Tilefnið var námskeiðið „Konur taka af skarið!“ sem AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, Starfsgreinasambandið og JCI Sproti standa fyrir. Verkefnið fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands og er markmið þess að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar.
14.11.2018
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Unnur Dís Skaptadóttir, fyrir hönd Háskóla Íslands og verkefnisins Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi, undirrituðu í dag samning milli velferðarráðuneytisins og Háskóla Íslands um gerð greiningar á stöðu kvenna af erlendum uppruna. Markmið greiningarinnar er meðal annars að kortleggja þá þekkingu sem liggur fyrir um stöðu kvenna af erlendum uppruna og afla eigindlegra gagna um helstu hindranir sem konur af erlendum uppruna upplifa í íslensku samfélagi.
07.11.2018
AkureyrarAkademían, ásamt Jafnréttisstofu, Starfsgreinasambandinu og JCI Sprota standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Konur taka af skarið! Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?
07.11.2018
Þann 24. október sl. kom út kynningarblað um jafnrétti með Fréttablaðinu. Þar er m.a. að finna áhugaverðar greinar um jafnréttismál og viðtöl við starfsmenn Jafnréttisstofu um ýmis verkefni stofunnar.
02.11.2018