Fréttir

Þrír áhugaverðir fyrirlestrar í vikunni

Jafnréttisstofa vill benda á þrjá áhugaverða fyrirlestra í vikunni. Á fimmtudaginn flytur Arnar Gíslason fyrirlestur um karla og fóstureyðingar og dr. Yvonne Fulbright fjallar um kynfræðslu íslenskra mæðra. Á föstudaginn flytur svo Gyða Margrét Pétursdóttir erindið Skreppur og Pollýanna.

Femínistafélag HÍ stofnað í dag

Stofnfundur Femínistafélags Háskóla Íslands verður haldinn í dag, föstudaginn 21. september, kl. 12 á hádegi í Odda. Tilgangur félagsins er að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli. Einnig mun félagið sjá um að halda fyrirlestra og námskeið um jafnrétti kynjanna.

Niðurstöður rannsókna á kynbundnum launamun

Undanfarna daga hafa verið birtar niðurstöður nokkra kjararannsókna þar sem kynbundinn launamunur var sérstaklega skoðaður. Jafnréttisstofa hefur nú tekið saman stutt yfirlit yfir þær kannanir og fundið slóðir á ítarlegri niðurstöður.

Samráðshópar um markmið ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kynnti í ríkisstjórn í morgun ákvarðanir sínar og fjármálaráðherra um að skipa þrjá starfshópa til að fylgja eftir markmiðum er fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí sl. á sviði jafnréttismála. Þar er megináhersla lögð á að unnið verði markvisst gegn kynbundnum launamun og að endurmat fari fram á kjörum kvenna hjá hinu opinbera.

Fæðingar- og foreldraorlof á Íslandi

Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri Jafnréttisstofu, mun halda fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 13. september kl.12:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands, aðalbyggingu.

Karlar, jafnrétti og lífsgæði

Norræna rannsóknarsetrið í kvenna- og kynjafræðum NIKK í samstarfi við Rannsóknarstofnun vinnumála í Noregi (AFI) rannsakar sýn karla á jafnrétti. Rannsóknin sem hefur samnorræna skírskotun á að skoða sérstaklega afstöðu karla til jafnréttis og hvernig þeir sjá sitt hlutverks í að skapa réttlátt samfélag.

Hvað á að gera í þessu?

Femínistafélag Íslands heldur fyrsta Hitt vetrarins þriðjudaginn 11. september næstkomandi kl. 20 á Bertelstofu Thorvaldsen bars. Þar munu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir, nýskipuð framkvæmdastýra Jafnréttisstofu halda stutt erindi.

KARLAR TIL ÁBYRGÐAR: Meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi

Í síðustu viku var haldin ráðstefna sem bar heitið Karlar til ábyrgðar. Var hún haldin til að vekja athygli á mikilvægi þess að karlmenn sem beita ofbeldi í nánum samböndum fái aðstoð við að losna úr viðjum ofbeldisbeitingar. Karlar til ábyrgðar er eina sérhæfða meðferðaúrræðið hér á landi fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Þessa viku verður haldið áfram að vekja athygli á þessu úrræði og símanúmeri þess með auglýsingum og dreifingu upplýsingabæklings.

Ný framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tekur við

Í gær tók Kristín Ástgeirsdóttir formlega við lyklavöldum á Jafnréttisstofu úr höndum Inga Vals Jóhannssonar, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra frá 1. júlí sl.

Jafnréttisviðurkenning 2007

Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða.