Fréttir

Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst

Föstudaginn 4. maí næstkomandi verður fjallað um vinnurétt á málþingi í Háskólanum á Bifröst. Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst.

Ný norræn bók á sviði velferðarannsókna

Út er komin bókin "Män i rörelse. Jämställdhet, förändring och social innovation i Norden." Bókin er afrakstur samnorræns verkefnis á sviði velferðarannsókna en þar var sjónum sérstaklega beint að félagslegum frumkvöðlum og samspili atvinnu- og fjölskyldulífs á Norðurlöndum.

Ár jafnra tækifæra

Evrópuárið 2007, Ár jafnra tækifæra fyrir alla, á að vekja athygli almennings á að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum án tillits til uppruna, kyns, trúar, lífsskoðunar, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar og aldurs. Árið verður sett formlega í Iðnó þann 25. apríl.

Jafnrétti og utanríkismál

Valgerður Sverrisdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti utanríkisráðherra í sögu íslenska lýðveldisins og hefur í starfi sínu lagt sérstaklega áherslu á jafnréttismál. Í erindi á Jafnréttistorgi í  dag fjallar Valgerður vítt og breitt um jafnrétti og utanríkismál og um ólíkar áherslur kynjanna í hinum ýmsu málaflokkum.

Tillögur um vottun jafnra launa

Samráðshópur til þess að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi hefur skilað tillögum sínum. Markmiðið með þeim er að fá fyrirtæki og stofnanir til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna.

Óvæntar heimsóknir

Jafnréttisstofa fær oft góða gesti í heimsókn, sem vilja kynna sér starfsemi stofunnar.

Nýtt álit frá Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála vegna launamáls á hendur Landsspítala -háskólasjúkrahús. Ekki var talið að um brot hefði verið að ræða. Álitið má lesa hér.