Fréttir

Nýr gagnagrunnur um Norræn samstarfsverkefni á sviðum jafnréttismála

Síðustu þrjú ár hefur  NIKK, Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, styrkt rúmlega 120 samstarfsverkefni á Norðurlöndunum. Verkefnin eiga það sameiginlegt að hljóta styrkina í gegnum Norræna Jafnréttissjóðinn sem NIKK hefur umsjón með en er rekinn af Norrænu ráðherranefndinni.  Nú hefur NIKK gert aðgenilegan gagnagrunn sem kynnir þessi verkefni og veitir upplýsingar um markmið þeirra og ábyrgðaraðila. 

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2016

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar Jafnréttisráðs.  Í ár mun Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu aðilum sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna á liðnu ári. Viðurkenningu getur hlotið:  a. Fjölmiðill sem skarað hefur fram úr á sviði jafnréttismála, s.s. hvað varðar efnistök, umfjöllun og miðlun efnis.  b. Þáttur, þáttaraðir, greinar eða annað afmarkað efni þar sem jafnrétti er sérstakt viðfangsefni eða leiðarstef. c. Einstaklingur sem með störfum sínum á fjölmiðli hefur unnið sérstaklega að jafnréttismálum. 

Breytt staðsetning á námskeiði

Vegna mikillar aðsóknar hefur staðsetningu námskeiðsins verið breytt. Það verður haldið í Odda, stofu 101, í byggingu Háskóla Íslands að Sturlugötu 3, 101 Reykjavík. Skráningu er lokið en rúmlega 100 manns skráðu sig. 

Námskeið Jafnréttisnefndar KÍ og Jafnréttisstofu

Jafnréttisnefnd KÍ og Jafnréttisstofa bjóða grunnskólakennurum upp á hagnýtt námskeið í jafnréttis- og kynjafræðikennslu. Námskeiðið er aðallega hugsað fyrir kennara í efri bekkjum grunnskólans (5.-10. bekk) og hentar fyrir kennara í öllum fögum. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14-16 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Skráning á námskeiðið fer fram á HÉR Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá sig! Sjá einnig facebook síðu námskeiðsins HÉR