Fréttir

Ríkisstjórn samþykkir þriggja ára áætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð

Fjármálaráðherra lagði fram og kynnti á ríkisstjórnarfundi þann 27. apríl þriggja ára áætlun um áframhaldandi innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Áætlunin er unnin af verkefnisstjórn í kynjaðri hagstjórn sem skipuð var af fjármálaráðherra í apríl 2009.

Bætt hagstjórn – Betra samfélag

Jafnréttisstofa býður til ráðstefnu um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð miðvikudaginn 4. maí kl. 13:00 á Radisson Blu Hótel Sögu. Ráðstefnan ber yfirskriftina Bætt hagstjórn – Betra samfélag. Aðal fyrirlesarar ráðstefnunnar verða Dr. Diane Elson og Dr. Susan Himmelweit sem eru helstu sérfræðingar Breta í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð og hafa meðal annars starfað með hópi sérfræðinga sem hafa það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti kynja með því að leggja mat á efnahagsstefnur og áætlanagerð. Á ráðstefnunni verða auk þess kynnt tvö íslensk tilraunaverkefni í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð.

Virkjum karla og konur til athafna

Alþjóðaráðstefna Félags kvenna í atvinnurekstri í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands fer fram á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 13. maí. Ráðstefnunni er ætlað að ýta undir umræðu um kynjahlutföll í stjórnum, en lög um kynjakvóta taka gildi á Íslandi haustið 2013.

Að mennta til mannréttinda

Kynning á jafnréttisverkefnum nemenda í Lundarskóla fer fram á Félagsvísindatorgi í Háskólanum á Akureyri þann 27. apríl kl. 12 í stofu M-101

Skýrsla um aðgerðir til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu með tillögum um ýmsar aðgerðir til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum.

Tveir sérfræðingar í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð á leið til landsins

Dagana 4.-6. maí verða Diane Elson og Susan Himmelweit hérlendis á vegum Jafnréttisstofu. Þær eru helstu sérfræðingar Breta í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð og hafa meðal annars starfað með sjálfstæðum hópi sérfræðinga sem hafa það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti kynja með því að leggja mat á efnahagsstefnur og áætlanagerð.

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri

Þriðjudaginn 12. apríl kl. 12:00 fer fram jafnréttistorg í stofu M101 Sólborg. Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík flytur erindið: Jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi kennilegra strauma á sviði jafnréttislöggjafar. Allir velkomnir!

Námskeið um kynbundið ofbeldi

Akureyrarbær og Jafnréttisstofa hafa undanfarnar vikur boðið starfsfólki bæjarins upp námskeið um kynbundið ofbeldi. Akureyrarbær var fyrst sveitarfélaga til að samþykkja aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum í apríl 2010 og eru námskeiðin liður í markvissri fræðslu innan bæjarkerfisins í samræmi við markmið áætlunarinnar.

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri

Miðvikudaginn 6. apríl kl. 12:00 fer fram jafnréttistorg í stofu N102, Sólborg. Páll Björnsson dósent við HA flytur erindið Jón Sigurðsson forseti: Fjallkarl Íslands?Allir velkomnir!

Alþjóðleg afmælisráðstefna RIKK – Ráðstefnukall

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu dagana 4.–5. nóvember 2011 í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Kallað er eftir tillögum að málstofum og fyrirlestrum á öllum fræða- og rannsóknarsviðum.