Fréttir

Hverjir eru utan vinnumarkaðar?

Í skýrslunni um Konur í kreppu sem kynnt var í síðustu viku kemur fram að lítið sé vitað um þá sem eru utan vinnumarkaðar hér á landi. Að beiðni Jafnréttisstofu kyngreindi Hagstofan tölur um þá sem ekki eru á vinnumarkaði. Gögnin byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Það verður að undirstrika að flokkunin byggist á svörum einstaklinganna sjálfra, þ.e. hvernig þeir skilgreina stöðu sína. Þá skal þess getið að tölurnar eru námundaðar þannig að þær standi á heilu hundraði. Hlutfallstölur voru reiknaðar áður en fjöldatölur voru námundaðar.