Aðgerð B.18 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu
Jafnréttisstofa hefur birt greinargerð rannsóknar á atvinnu- og tekjumöguleikum kvenna á landsbyggðinni. Rannsóknin byggir á viðtalskönnun við konur í tveimur aldurshópum: eldri hóp, á landsbyggðinni, með háskólamenntun og starfsreynslu á sviðum sinnar sérmenntunar og yngri hópi með menntun á háskólastigi, höfðu nýlega lokið námi og voru búsettar á landsbyggðinni. Rannsóknin er hluti af aðgerðaáætlun í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem samanstóð af alls 54 aðgerðum.
24.08.2022