Í dag fór fram fundur Jafnréttisstofu og Félags Kvenna í Atvinnulífinu á Norðurlandi (FKA) um faglega og fjölbreytta forystu í fyrirtækjum. Jafnréttisstýra Kristín Ástgeirsdóttir opnaði fundinn og minntist niðurstaðna rannsókna sem sýna hvernig fjölbreytni í mannauði getur skilað fyrirtækjum betri niðurstöðu í rekstri.
11.04.2014
Skaðlegar karlmennskuhugmyndir, klámvæðing og kvenfyrirlitning voru meðal þess sem rætt var á fræðslufundum um gerð jafnréttisáætlana sem Jafnréttisstofa og Jafnréttisskólinn í Reykjavík stóðu fyrir í öllum hverfum borgarinnar 7.- 9. apríl sl. Fundirnir voru liður í aðstoð við leik- og grunnskóla, frístundaheimili og frístundamiðstöðvar vegna vinnu við aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir.
10.04.2014
Næstkomandi föstudag munu Jafnréttisstofa og Félag kvenna í atvinnulífinu á Norðurlandi (FKA) standa fyrir málþingi um fjölbreytta og faglega forystu fyrirtækja á Hótel KEA. Málþingið er frá kl.12-14 og er öllum opið. Forystufólk úr norðlensku atvinnulífi er hvatt til að fjölmenna á málþingið og taka þátt í umræðum.
08.04.2014
Meðal þess sem gera þarf til að fjölga körlum í kvennastéttum og konum í karlastéttum er að byrja strax á leikskóla að vinna með kynbundin viðhorf nemenda til starfa. Einnig þarf að efla kynjafræðiþekkingu kennara og auka skilning foreldra á mikilvægi jafnréttisuppeldis. Þetta kemur fram í grein Arnfríðar Aðalsteinsdóttur, sérfræðings á Jafnréttisstofu, þar sem hún spyr hvað gera þurfi til að jafna hlut kynjanna í námi á háskólastigi.
04.04.2014