Fréttir

Bandamenn: Námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi - dagana 14.-15. apríl 2018

Stígamót bjóða upp á ítarlegt tveggja daga námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Tilgangurinn námskeiðsins er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í henni.

Tæklum þetta!

Fullt var út úr dyrum á hádegisfundi sem haldinn var á Akureyri í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. Yfirskrift fundarins var „Tæklum þetta! Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar við #MeToo“.

Konur og karlar á Íslandi 2018

Í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, kom út bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2018. Það er Hagstofa Íslands sem gefur bæklinginn út í samstarfi við Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytið.

Ráðherra og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþings 7.-8. mars

Jafnréttisþing félags- og jafnréttismálaráðherra og Jafnréttisráðs verður haldið miðvikudaginn og fimmtudaginn 7. – 8. mars 2018 undir yfirskriftinni Útvíkkun jafnréttisstarfs - #metoo og margbreytileiki.

Tæklum þetta!

Viðbrögð Íþróttahreyfingarinnar við #MeToo. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fimmtudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Yfirskrift fundarins