Jafnréttisstofa hefur nú tekið saman í útgáfu tölulegar upplýsingar um stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum íslensks samfélags. Efnistökum er skipt í kafla sem fjalla um; íbúa og fjölskyldur, vinnumarkað og laun, menntamál, stjórnmál, áhrifastöður í samfélaginu, heilbrigðismál ásamt tölfræði um afbrot og ofbeldi.
Útgáfuna má nálgast hér
30.10.2013
Á kvennafrídaginn 24. október, var úthlutað styrkjum úr Jafnréttissjóði á málþingi sjóðsins þar sem jafnframt var gerð grein fyrir rannsóknum sem sjóðurinn styrkti á liðnu ári.
29.10.2013
Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð til jafnrétttisþings 1. nóvember, 2013 að Hilton Reykjavík Nordica hótel á Suðurlandsbraut frá kl. 9:00-17:00. Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.
Fjallað verður um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla þingsins er að þessu sinni á jafnrétti á vinnumarkaði.
Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá jafnréttisþings
Skráning á þingið
28.10.2013
Hátt í hundrað manns sóttu hádegisfund á Akureyri í tilefni Kvennafrídagsins sem haldinn var hátíðlegur víða um land þann 24. október. Fundurinn sem bar yfirskriftina Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir var helgaður kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði sem er ein helsta orsök kynbundins launamunar.
25.10.2013
Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 1. nóvember næstkomandi. Vikan fyrir þingið, 24. – 31. október, verður helguð jafnréttismálum og er henni ætlað að slá taktinn fyrir jafnréttisþingið. Áskorun var send á fjölmiðla, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélög og fleiri um að vekja sérstaka athygli á jafnrétti kynjanna þessa viku. Jafnréttisstofa mun fylgjast með og birta fréttir á heimasíðunni.
21.10.2013
Í tilefni af jafnréttisviku boðar BSRB til morgunverðarfundar fimmtudaginn 31. október. Á fundinum mun Finnborg Salóme Steinþórsdóttir MA-nemi í kynjafræði fjalla um stöðu lögreglukvenna og vinnumenningu innan lögreglunnar. Erindi hennar byggir á nýútkominni skýrslu sem hún vann í samstarfi við embætti Ríkislögreglustjóra. Einnig mun Gyða Margrét Pétursdóttir lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands fjalla um kynskiptan vinnumarkað, helstu orsakir, afleiðingar og möguleg viðbrögð stéttarfélaga við þeirri þróun.
Morgunverðarfundurinn sem hefst kl. 8:45 verður haldinn í fundarsal 1. hæðar Grettisgötu 89. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með tölvupósti. Upplýsingar um morgunverðarfundinn og skráningu má nálgast hér
21.10.2013
Kyn og fræði: Ný þekking verður til er yfirskrift málþings sem Jafnréttissjóður boðar til kvennafrídaginn 24. október n.k. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra munu ávarpa þingið.
17.10.2013
Kvennafrídaginn, 24. október n.k., boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrarbæ til hádegisfundar undir yfirskriftinni Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir. Fundurinn, sem haldinn verður á Hótel KEA, verður helgaður kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði.
17.10.2013
Haustið 2012 var fræðsla á vegum Jafnréttisstofu fyrir stjórnendur Akureyrarbæjar um kynjasamþættingu og staðalímyndir. Í framhaldi af fræðslunni var skipaður starfshópur stjórnenda sem fór í ýmis verkefni á sínum vinnustað. Stjórnendahópurinn hefur hist reglulega á fundum þar sem jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar, Katrín Björk Ríkharðsdóttir hefur stýrt þeim og fengið fulltrúa frá Jafnréttisstofu til að mæta eftir þörfum á fundina.
15.10.2013
Fyrir ári síðan var í fyrsta sinn haldið upp á alþjóðlegan dag stúlkubarnsins sem haldinn er 11. október að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Þessi mikilvægi dagur á sér alllangan aðdraganda.
11.10.2013