Samantekt NIKK á áhrifum COVID-19 á kynjajafnrétti á Norðurlöndum
Covid-19 hefur nú herjað í rúmt ár á heimsbyggðina og afleiðingar faraldursins eru fjarri því að vera kynhlutlausar. Sem dæmi má nefna að Covid leggst að jafnaði verr á karlmenn og þeir eru líklegri til að deyja af völdum vírussins. Eins má nefna aukið heimilisofbeldi, mismunandi áhrif á kvenna- og karlastéttir á vinnumarkaði og aukið álag á heimilin þar sem konur taka að jafnaði meiri ábyrgð á námi og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima.
11.05.2021