Fréttir

Ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólastarfi

Framfylgja þarf lögum um jafnrétti kynja í menntakerfinu og samþætta jafnréttissjónarmið í kennslu á öllum skólastigum. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra, þegar hún setti norrænu ráðstefnuna Jafnréttisfræðsla í skólum sem haldin var á Grand Hóteli í Reykjavík dagana 21.-22. september.

Málaflokkur jafnréttismála fær aukið vægi innan stjórnkerfisins

Forsætisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar, 15. september síðastliðinn, skipan ráðherranefndar um jafnréttismál. Í ráðherranefndinni sitja forsætisráðherra, félags- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra. Að auki mun dóms- og kirkjumálaráðherra starfa með nefndinni að þeim málum er varða mansal og heimilisofbeldi.

Jafnréttisdagar HÍ

Jafnréttisdagar verða haldnir í næstu viku í Háskóla Íslands, frá 23.-25. september. Þar kennir ýmissa grasa, og verður fjallað um jafnrétti í víðum skilningi í styttri og lengri fyrirlestrum og málþingum, og auk þess verða viðburðir af ýmsu tagi, t.a.m. lifandi bókasafn og kynning á ýmissi starfsemi innan skólans sem tengist jafnrétti.

Afnemum staðalímyndir kynjanna, leyfum hæfileikunum að njóta sín!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun* til að aðstoða fyrirtæki í einkageiranum og einkum lítil og meðalstór fyrirtæki, til að skilja betur ávinninginn af því að berjast gegn staðalímyndum kynjanna á vinnumarkaði og bæta þar með samkeppnishæfi þeirra.

Eiga Íslendingar Norðurlandamet í kynferðisbrotum?

Eiga Íslendingar Norðurlandamet í kynferðisbrotum? Er körlum líka nauðgað á Íslandi? Af hverju eru 7 af hverjum 10 kærum vegna kynferðisbrota felldar niður? Þetta er meðal þeirra spurninga sem varpað er fram í bókinni Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur sem kemur út hjá Forlaginu í dag.

Ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda

Landsfundur jafnréttisnefnda var haldinn á Ísafirði dagana 10. til 11. september síðastliðinn. Á fundinn mætti á fimmta tug sveitastjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaganna ásamt áhugafólki af svæðinu.

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Á ráðstefnunni, sem hefst kl. 18:00 mánudaginn 21. september, verða fyrirmyndarverkefni frá öllum Norðurlöndunum kynnt og farið yfir stöðu mála í Evrópu á sviði jafnréttisstarfs í skólum. Lögð verður áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi. Ráðstefnan er því kjörinn vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi.

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn dagana 10.-11. september nk. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Ráðstefna í Stokkhólmi 15.-16. október 2009.

Svíar sem nú fara með formennsku í ESB standa fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um mikilvægi jafnréttismála þegar kemur að sjálfbærri efnahagsþróun innan Evrópusambandsins á komandi árum.