Þann 25. nóvember síðastliðinn hófst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hérlendis með Ljósagöngu og morgunverðarfundi á vegum Unifem.
01.12.2010
Málþing um ofbeldi í tilefni af útgáfu bókarinnar Ofbeldi: Margbreytileg birtingarmynd verður haldið fimmtudaginn 2. desember kl. 14-16 í stofu 101 á Háskólatorgi
29.11.2010
Í dag á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynferðisofbeldi veitti Stigamót jafnréttisviðurkenningu sína. Í fréttatilkynningu kemur fram að baráttan gegn kynferðisofbeldi getur verið erfið og málaflokkurinn blettur á íslensku samfélagi. Þess vegna er svo mikilvægt að halda til haga því sem vel er gert. Viðurkenninguna hlutu dr. Guðrún Jónsdóttir, stofnandi Stigamóta, Eyrún Jónsdóttir, forstöðukona Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Anna Bentína Hermansen, Edda Jónsdóttir, blaðakona og Sigrún Pálína Ingvarsdóttir auk þess veitti Stígamót erlendum samstarfsaðilum samstöðuviðurkenningar fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemi Stígamóta og Stígamótakonur í neyð.
25.11.2010
Diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði veitir nemendum hagnýta þekkingu til starfa að jafnréttismálum. Námið er 30 einingar og hægt að stunda með vinnu. Hluti námsins er bæði stað- og fjarkenndur svo fólki á landsbyggðinni gefst kostur á að nýta sér það. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða er lögboðin á Íslandi og sjónarhorn kynjajafnréttis á að flétta inn í stefnumótun og ákvarðanir á öllum sviðum samfélagsins. Í náminu er veittur hagnýtur undirbúningur fyrir þetta og önnur verkefni að jafnréttismálum. Þannig má tryggja að jafnréttislög verði ekki dauður lagabókstafur heldur lifandi verkfæri.
25.11.2010
Árlegur morgunverðarfundur UNIFEM á Íslandi verður haldinn á morgun fimmtudaginn 25. nóvember á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift fundarinns er Jafnrétti sem sóknarfæri: heima og að heiman. Á fundindum verður nýtt alþjóðlegt átak UNIFEM og UN Global Compact kynnt sem nefnist Jafnréttissáttmálinn.
24.11.2010
Þann 25. nóvember næstkomandi mun UNIFEM á Íslandi í samvinnu við mannréttindasamtök og kvennahreyfinguna á Íslandi, standa fyrir Ljósagöngu í tilefni af alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi og 16 daga átaki gegn ofbeldi gegn konum sem hefst í kjölfarið.
23.11.2010
Í síðustu viku var tilkynnt um ráðningu þriggja nýrra ráðuneytisstjóra og voru það allt konur sem hlutu stöðurnar. Störfin eru í nýju velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þegar þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir verða allar komnar til starfa og breytingar á skipan ráðuneyta gengið í gegn verða 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar. Jafnréttisstofa fagnar þessum tímamótum og minnir á að í breytingum felast tækifæri til kynjajafnréttis ef viljinn er fyrir hendi.
22.11.2010
Tíu ár eru liðin síðan utanríkisráðuneytið sendi fyrsta jafnréttissérfræðinginn til starfa fyrir Þróunarsjóð SÞ fyrir konur (UNIFEM) á Balkanskaga og hefur sá stuðningur verið óslitinn allar götur síðan. Auk starfsins á Balkanskaganum hafa íslenskir sérfræðingar starfað fyrir UNIFEM í Líberíu, á Barbados og í höfuðstöðvunum í New York. Á sama tíma hefur hlutfall fjárhagslegs stuðnings utanríkisráðuneytisins við UNIFEM aukist margfalt og skilað Íslandi í röð helstu stuðningsríkja sjóðsins.
17.11.2010
Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri boða til fyrsta jafnréttistorgs vetrarins miðvikudaginn 17. nóvember kl. 12 á hádegi. Hjálmar Gunnar Sigmarsson, MA í mannfræði og sérfræðingur á Jafnréttisstofu, mun segja frá störfum sínum hjá UNIFEM í Bosníu og Herzegóvínu.
16.11.2010
Auðunn Lysbakkan norski jafnréttismálaráðherrann stofnaði kvennanefnd í febrúar á þessu ári, nefndinni var ætlað að kortleggja stöðu jafnréttismála í Noregi í fortíð og nútíð og setja fram tillögur um aðgerðir í skýrslu sem nefndin skilaði af sér í október sl.
09.11.2010