Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) kemur fram að launamunur kynjanna sé 16,2%. Er þá um að ræða meðaltalsmun á tímakaupi kvenna og karla í öllum aðildarlöndum ESB. Dagurinn í dag, 28. febrúar, er 59. dagur ársins og markar því þann fjölda daga sem konur þurfa að vinna aukalega til þess að vinna sér inn jafn há laun og karlar á einu ári. Til að varpa ljósi á vandamálið og auðvelda aðildarríkjum ESB að vinna gegn launamisrétti hefur framkvæmdastjórnin tekið saman gögn og upplýsingar um fyrirmyndaaðgerðir.
28.02.2013
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði úttekt á launakjörum starfsfólks Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna bæjarins.
25.02.2013
Félagsfræðingafélag Íslands og MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna standa fyrir málþingi þann 28. febrúar að Grand Hótel í Reykjavík um birtingarmyndir kynjanna í samfélaginu og sýnileg áhrif þeirra á félagslíf unglinga.
21.02.2013
VR hefur kynnt nýtt verkfæri til að uppræta kynbundið launamisrétti og jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun VR veitir fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að sýna að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.
07.02.2013
Kennarar við kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundaröð um jafnréttismál tengd skólastarfi og mun deildin bjóða upp á þrjú jafnréttistorg í febrúar. Fyrirlestrarnir hafa verið mjög vel sóttir og hafa nemendur og kennarar úr skólum bæjarins hlýtt á og haft gagn og gaman af.
06.02.2013