Fréttir

Jafnréttisstofa valin Stofnun ársins 2021

Stéttarfélagið Sameyki tilkynnti í gær, 16. mars , um valið á Stofnun ársins 2021 en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.

Leiðbeiningar og önnur hjálpargögn fyrir umsókn um jafnlaunastaðfestingu

Á heimasíðu Jafnréttisstofu má nú nálgast ýmis hjálpargögn fyrir umsókn jafnlaunastaðfestingar, má þar helst nefna sniðmát fyrir starfaflokkun og launagreiningu ásamt skjali með sýnidæmi, gátlista við gerð umsóknar og samanburð á staðfestingu og vottun. Einnig er komin síða með spurningum og svörum.

Jafnréttisáætlunum skilað í gegnum Þjónustugátt

Jafnréttisstofa hefur nú útbúið sérstakt eyðublað fyrir skil á jafnréttisáætlunum í Þjónustugátt stofnunarinnar, ekki er lengur tekið við jafnréttisáætlunum í tölvupósti. Þjónustugátt Jafnréttisstofu er rafrænt innskráningarsvæði sem auðveldar skil og gerir þau öruggari.