Fyrsta skýrsla eftirlitsnefndar um stöðu innleiðingar Istanbúlsamningsins á Íslandi
GREVIO, eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með Istanbúlsamningnum hefur gefið út fyrstu stöðuskýrsluna um innleiðingu á ákvæðum samningsins á Íslandi. Íslensk stjórnvöld svöruðu ítarlegum spurningalista haustið 2021 og s.l. vor heimsóttu fulltrúar nefndarinnar Ísland og áttu fundi með ýmsum opinberum aðilum, þ.á.m. fulltrúum Jafnréttisstofu og frjálsum félagasamtökum.
17.11.2022