Fréttir

Styrkir úr Jafnréttissjóði

Forsætisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði. Um er að ræða rannsóknarsjóð og er tilgangur hans að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis.

Góðir gestir á 19. júní

Í tilefni dagsins var Jafnréttisstofa með opið hús. Það ríkti sönn hátíðarstemning og litu gestir á öllum aldri við. Tekið var á móti fólki með sumarlegum veitingum og skálað var í bleikum svaladrykk. Var tækifærið notað til þess að ræða almennt um jafnréttismál og einnig var rýnt í nýútgefinn jafnréttisgátlista og nýútkomið tölublað 19. júní.

Jafnréttisgátlisti til notkunar við stefnumótunarvinnu

Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2004-2008 var forsætisráðuneytinu falin útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu. Jafnréttisgátlistinn er leiðbeinandi spurningalisti sem ætlaður er öllum þeim sem koma að opinberri stefnumótun.

Til hamingju með daginn!

Opið hús á jafnréttisstofu kl. 13-15. Boðið verður uppá bleikar veitingar í tilefni dagsins.  

Nýr vefur Kvennaslóða

Fimmtudaginn 21. júní, kl. 12 í sal Þjóðminjasafns Íslands verður haldið upp á opnun nýs vefs Kvennaslóða.

Opið hús á Jafnréttisstofu 19. júní

Jafnréttisstofa býður gestum og gangandi í opið hús þann 19. júní n.k. kl. 13-15.

Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar óskar eftir tilnefningum vegna árlegrar jafnréttisviðurkenningar

Samkvæmt jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar veitir jafnréttisnefnd ár hvert viðurkenningu þeirri stofnun, nefnd eða ráði bæjarins, einstaklingi, félagi, fyrirtæki eða annarri stofnun sem hefur að mati nefndarinnar staðið sig best undangengið ár við að vinna að framgangi jafnréttismála.

Rosy Weiss heimsækir jafnréttisstofu

Fimmtudaginn 7. júní var Rosy Weiss forseti alþjóðlegu baráttusamtakanna: International Alliance of Women (IAW) með erindi á hádegisfundi Kvenréttindafélags Íslands, Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og HA.

Siðanefnd SÍA úrskurðar um Coke Zero

Siðanefnd sambands íslenskra auglýsingastofa hefur úrskurðað í kærumáli til nefndarinnar varðandi herferð Vífilfells fyrir Coke Zero.

Af landsfundi jafnréttisnefnda

Dagana 4. og 5. júní var haldinn landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga í Fjarðabyggð.