Fréttir

Jafnréttisstefna til framtíðar á Norðurlöndunum

Norðurlandaráðsþing 2010 verður haldið í Reykjavík frá 2. nóvember til 4. nóvember nk. Þingið hefst síðdegis á þriðjudag með leiðtogafundi norrænu forsætisráðherranna en efni fundarins í ár er: Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni. Að leiðtogafundi loknum mun finnski forsætisráðherrann kynna formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2011. Boðið verður upp á ýmsa hliðarviðburði í tengslum við þingið og mun einn þeirra snúa að jafnréttismálum.

Alþjóðleg ráðstefna Skottanna um kynferðisofbeldi

Síðastliðinn sunnudag, í tilefni Kvennafrídagsins, stóðu Skotturnar, regnhlífasamtök 20 íslenskra kvennasamtaka, fyrir ráðstefnu um kynferðisofbeldi í Háskólabíói. Fjölmargir erlendir fyrirlesarar mættu á ráðstefnuna og héldu erindi um stöðu mála í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands og verndari Skottanna, hélt opnunarræðu og Kolbrún Halldórsdóttir varaþingkona VG var fundarstýra ráðstefnunnar. Á milli erinda deildu ungar stúlkur með ráðstefnugestum hugleiðingum sínum um jafnrétti og framtíðina. Ráðstefnan var mjög vel sótt.

Styrkur til háskólanáms fyrir konur af erlendum uppruna

Félag íslenskra háskólakvenna auglýsir styrk til umsóknar að upphæð 150.000.- kr. Styrkurinn er ætlaður konum af erlendum uppruna sem stunda háskólanám hér á landi en eru ekki lánshæfar hjá LÍN.

Framlag til friðar og kynjajafnréttis

Í ár eru liðin tíu ár síðan samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM (Þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna í þágu kvenna) á Balkanskaga hófst. Í ár er einnig verið að minnast þess að fyrir tíu árum samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Föstudaginn 19. nóvember mun utanríkisráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu, Háskólanum á Akureyri og Landsnefnd UNIFEM á Íslandi halda málfund af tilefni þessara tímamóta.

Kvennafrídagurinn

Í dag er Kvennafrídagurinn og munu konur um allt land leggja niður störf kl. 14:25. Á þeim tíma vinnudagsins hafa konur að jafnaði unnið fyrir launum sínum miðað við hlutfallsleg laun þeirra af launum karla. Í ár er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Jafnréttisstofa hvetur allar konur til að taka þátt og klæða sig vel.

Karlar sýna lit

Í tilefni af Kvennafrídeginum 25. október ætla karlar á Ísafirði og víðar á landinu að sýna að þeir styðji jafnréttisbaráttuna með því að klæðast einhverju rauðu þennan dag, hvort sem það er rautt bindi, hatti, bol, skyrtu eða einhverju öðru. Þetta gera þeir undir slagorðinu „Karlar sýna lit“. Er það liður í átaki sem Skotturnar á norðanverðum Vestfjörðum hafa hrint úr vör. „Í umræðu, aðgerðum og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna hafa karlar oft verið lítt sýnilegir. Þetta er þó ekki til marks um að karlmenn styðji ekki almennt jafnréttisbaráttuna. Þvert á móti eru langflestir karlmenn jafnréttissinnar og vilja leggja sitt að mörkum að byggja upp réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir ein af Skottunum.

Hvar eru konurnar?

Þann 14. október sl. flutti Dr. Cynthia Enloe, stjórnmálafræðingur og rannsóknaprófessor við Clark háskóla í Bandaríkjunum erindi í Háskóla Íslands um stöðu kvenna og styrjaldir.

Skólarnir gegna lykilhlutverki

Mikilvægt er að skólayfirvöld og skólastjórnendur séu vel upplýstir varðandi tilgang jafnréttisstarfs í skólum. Það eru þeir sem bera ábyrgð á því að farið sé að lögum og jafnréttisstarf og jafnréttisfræðsla innleidd í allt skólastarf.

Alþjóðlega ráðstefna um kynferðisofbeldi

Skotturnar – samstarfsvettvangur Kvennahreyfingarinnar bjóða til alþjóðlegrar rástefnu um ofbeldi í Háskólabíói á sunnudaginn. Mikill metnaður var lagður í dagskrána og virtu og mikilvægu fólki boðið heim frá S-Afríku, Indlandi, Mexikó, Norður Ameríku og Evrópu. Á meðal þeirra er umboðskona Sameinuðu þjóðana í ofbeldismálum gegn konum Rashida Manjoo, hæst setta kona í heiminum í málaflokknum. Knut Storberget dómsmálaráðherra Noregs flytur erindi, en hann er félagi í karlleiðtogahópi Ban Ki moon sem hefur skuldbundið sig til þess að setja vinnuna gegn ofbeldi í forgang.

Kröfuspjöld fyrir Kvennafrídaginn

Skotturnar bjóða öllum áhugasömum að koma á Hallveigarstaði, mánudaginn 18. október milli klukkan 16.00 og 20.00 að mála kröfuspjöld fyrir gönguna á Kvennafrídaginn! Efniviður (spjöld, málning, penslar og fleira) verður á staðnum og kaffi á boðstólnum.