Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða laga- og reglugerðarumhverfi þjónustu vegna ofbeldis og koma með tillögur um hvernig best megi tryggja þá þjónustu sem standa þarf bæði þolendum og gerendum ofbeldis til boða
09.12.2022
Neyðarlínan efnir til stuttmyndasamkeppni fyrir 7. bekki grunnskóla landsins.
08.12.2022
GREVIO, eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með Istanbúlsamningnum hefur gefið út fyrstu stöðuskýrsluna um innleiðingu á ákvæðum samningsins á Íslandi. Íslensk stjórnvöld svöruðu ítarlegum spurningalista haustið 2021 og s.l. vor heimsóttu fulltrúar nefndarinnar Ísland og áttu fundi með ýmsum opinberum aðilum, þ.á.m. fulltrúum Jafnréttisstofu og frjálsum félagasamtökum.
17.11.2022
Komin er út fjórða útgáfa bæklingsins Réttur þinn – Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi.
07.11.2022
Nýlega stóð Akureyrar akademían fyrir málþingi um íslensku kennslu fyrir erlent fólk sem kemur til landsins bæði sem innflytjendur og einnig það fólk sem kemur hingað til að vinna um skemmri eða lengri tíma.
07.11.2022
Jafnréttisstofa býður upp á sérstakan fund um jafnlaunastaðfestingu með ráðgjöfum fyrirtækja og stofnana. Fundurinn verður haldinn á Teams þann 15. nóvember kl. 11 – 12.
03.11.2022
Með vísan til fjölmiðlaumfjöllunar um myndbandið Einn maður, ein kona sem birt er á fræðslusíðu Votta Jehóva undir flokknum Börn hefur Jafnréttisstofa sent Vottum Jehóva bréf.
22.10.2022
Jafnréttisstofa hefur óskað eftir upplýsingum frá framhaldsskólunum um stöðu aðgerða í jafnréttisáætlunum.
11.10.2022
Jafnréttisstofa hleypir í dag af stokkunum vitundarvakningunni Meinlaust?
30.09.2022
Nú hefur Jafnréttisstofa gefið út fræðslumyndbönd um jafnlaunastaðfestingu, sem eiga að styðja umsækjendur í umsóknarferlinu og þeirri vinnu sem fylgir.
16.09.2022