Föstudaginn 5. febrúar verður málþingið Kyn og loftslagsbreytingar haldið í Háskóla Íslands, stofu 101 Lögbergi, kl. 14.30-16.45.
01.02.2010
Kvenfélagasamband Íslands fagnar 80 ára afmæli sínu í dag 1. febrúar. Félagið var stofnað árið 1930 sem sameiningar- og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg.
01.02.2010
Miðvikudaginn 10. febrúar 2010 efna Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands, Leiðtoga-Auður, iðnaðarráðuneytið, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Creditinfo til tímamótafundar á Hótel Nordica. Þar verður greint frá því hvernig viðskiptalífið hyggst fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Fundurinn er haldinn til að fylgja eftir samstarfssamningi SA, FKA og VÍ sem undirritaður var 15. maí 2009 um að fjölga konum í forystusveit íslensk atvinnulífs til loka ársins 2013 þannig að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40%. Allir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi skrifuðu undir samninginn og veita honum stuðning sinn.
27.01.2010
Í kjölfar þingsályktunartillögu síðastliðið vor, þar sem Jafnréttisstofu var falið að stuðla að aðgerðum til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum voru gerðir sex útvarpsþættir um stöðu kvenna á sveitarstjórnarstiginu.
26.01.2010
Miðvikudaginn 20. janúar kl. 12 í stofu L201 mun Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu flytja erindið Endurspeglar þín sveitarstjórn hlutföll kynjanna í samfélaginu? Eflum lýðræðið - Konur í sveitarstjórn.
20.01.2010
Félags- og tryggingamálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2010
19.01.2010
Jafnréttisstofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa gefið út bæklinginn Eflum LÝÐRÆÐIÐ - KONUR í sveitarstjórn sem ætlað er að hvetja konur til að bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa.
18.01.2010
Föstudaginn 15. janúar verður haldið málþing um kyn og völd íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), Jafnréttisstofu og EDDU öndvegisseturs. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður íslenska hluta samnorræna rannsóknaverkefnisins Kyn og völd á Norðurlöndum. Verkefnið var unnið af norrænu kvenna- og kynjarannsóknastofnuninni NIKK að ósk Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsjón með íslenskum hluta rannsóknarinnar hafði RIKK. Málþingið fer fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands, stofu 102, kl. 14.30-16.30.
11.01.2010
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð 30 ára þann 18. desember síðastliðinn. Í tilefni þess hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands gefið út nýtt fræðslurit um Kvennasáttmálann, í samstarfi við Jafnréttisstofu, félags- og tryggingamálaráðuneyti, UNIFEM á Íslandi og utanríkisráðuneyti. Með útgáfu bókar um Kvennasáttmálann er ætlunin að stuðla að aukinni þekkingu á réttindum kvenna og þar með stuðla að samfélagi þar sem konur njóta jafnréttis, mannhelgi, borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda óttaleysis um líf og afkomu.
07.01.2010
Jafnréttisstofa gefur út dagatal í ár í tilefni þess að í haust eru liðin 15 ár frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Þar var samþykkt viðamikil framkvæmdaáætlun í málefnum kvenna Pekingáætlunin sem nær yfir tólf málaflokka, allt frá fátækt kvenna og stöðu þeirra á átakasvæðum til menntunar, heilsu og aukinna valda.
06.01.2010