Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri var með áhugavert erindi í málstofu Viðskiptafræðideildar sl. föstudag þar sem hún fjallaði um einelti og kynbundið ofbeldi á vinnustað. Hjördís kynnti niðurstöður rannsókna á þessu sviði og sagði mikilvægt að auka umræðu um vinnutengt ofbeldi.
30.10.2017
Í dag afhenti Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Í þetta sinn voru það tveir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en báðir aðilar hafa skarað fram úr á sviði jafnréttismála þó á mjög ólíkan hátt. Þetta eru Hafnarfjarðarbær og Druslugangan.
24.10.2017
Jafnréttisstofa hélt þéttsetna ráðstefnu um samvinnu í heimilisofbeldismálum og ljóst að áhugi er mikill á að takast á við heimilisofbeldismál á þverfaglegum grunni. Ráðstefnan er hluti af verkefni Jafnréttisstofu Byggjum brýr – brjótum múra sem styrkt er af ESB. Þátttakendur ráðstefnunnar komu frá öllum landsfjórðungum og úr ýmsum geirum samfélagsins. Nú eru glærur fyrirlesara aðgengilegar.
17.10.2017
Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands standa yfir dagana 9.-20. október 2017. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.
12.10.2017
Norræna ráðherranefndin stendur fyrir Barber shop ráðstefnu í Kaupmannahöfn á morgun, 12. október, sem ber yfirskriftina Equality at home and at work - Mobilizing men and boys for gender equality.
11.10.2017
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Ákvörðun um skipun hennar er í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.
09.10.2017