Fréttir

Hvernig gengur Íslendingum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?

Þessari spurningu er velt upp í nýlegu meistaraverkefni Ragnheiðar G. Eyjólfsdóttur í Stjórnun og eflingu mannauðs (OBTM) frá Háskólanum í Reykjavík. Megin markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði gengur að samræma fjölskyldulíf sitt og atvinnu.

Leiðir sem stuðla að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Vinnuhópur sem falið var að fjalla um leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012.

Fjölmenn kvennasöguganga á Akureyri

Fjölmennt var í fyrstu kvennasögugöngu um Oddeyrina á Akureyri þann 19. júní sl. en hátt í 200 manns hófu gönguna frá Ráðhústorgi. Margir einstaklingar komu að göngunni í ár aðrir en leiðsögumaðurinn Örn Ingi Gíslason og leikkonan Saga Jónsdóttir sem fjallaði á skemmtilegan og upplýsandi hátt um Vilhelmínu Lever sem kaus fyrst kvenna til sveitarstjórnar á Íslandi fyrir 140 árum. Þátttakendur í göngunni mættu ýmsum leiknum karakterum á götum eyrarinnar en ungt fólk úr verkefninu „Skapandi sumarstörf“ hjá Akureyrarbæ setti sig í stellingar íbúa á eyrinni. Eigendur fornbíla keyrðu um eyrina með farþega frá liðnum tíma.

Sendiherra flytur erindi í Kvennaháskóla Kína

Kristín A. Árnadóttir sendiherra flutti erindi um kynjajafnrétti og stöðu jafnréttismála á Íslandi í Kvennaháskóla Kína (China Women’s University) í Peking í lok maí. Fyrirlesturinn var upphaf fundaraðar í háskólanum með fulltrúum erlendra ríkja. Fyrirlesturinn fór fram í hátíðarsal skólans og voru um 400 nemendur, kennarar og aðra gestir viðstaddir.

Tímaritið 19.júní komið út

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á að nýtt tölublað af 19. júní er komið út. 19. júní er ársrit Kvenréttindafélags Íslands og með elstu tímaritum hér landi, en fyrsti árgangur blaðsins kom út árið 1951. Í rúmlega sextíu ár hafa í tímaritinu birst greinar sem tengjast konum, kvenfrelsi og kvennamenningu. Þessar greinar eru ómetanleg heimild um samfélagssögu síðustu áratuga. Að þessu sinni er tímaritið gefið út með nýju sniði ætlað nýrri öld. 19. júní kemur út á rafrænu formi sem allir hafa aðgang að í snjallsímum, spjaldtölvum og á tölvum. Vitaskuld er svo hægt að prentað tímaritið í heild, eða hluta, út og lesa þannig.

Hefur kynjajafnrétti stuðlað að auknum Evrópusamruna?

Evrópusambandið hefur haft töluverð áhrif á þróun jafnréttismála innan aðildarríkja sinna. Kynjajafnrétti er eitt af grundvallaratriðum Evrópusamrunans og þarf að samþætta það inn í öll stefnumarkmið ESB. Agnès Hubert, sérfræðingur um jafnréttismál innan ESB, heldur erindi á tveim opnum fundum, á Akureyri og í Reykjavík.

Kvenréttindadagurinn 19.júní

Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, að athöfninni lokinni verður gegnið að Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið bjóða til kaffisamsætis og flutt verða stutt ávörp í tilefni dagsins. Seinna um kvöldið býður Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands til messu við Þvottalaugarnar í Laugardal. 

Kvennasöguganga um Oddeyrina á Akureyri

Í tilefni kvenréttindadagsins þann 19. júní verður boðið upp á fyrstu kvennasögugönguna um Oddeyrina. Saga kvenna á eyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Örn Ingi Gíslason mun leiða gönguna og varpa ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni.

Bæklingur um birtingarmyndir heimilisofbeldis

Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa gefið út bæklinginn "Býrð þú við ofbeldi?" með upplýsingum um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvar sé hægt að leita sér hjálpar. Gerð bæklingsins er hluti af árverkniverkefni Suðurnesjavaktarinnar sem tengist jafnframt áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum.