Fréttir

Forsætisráðherra boðar til jafnréttisþings í febrúar 2020

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samstarfi við Jafnréttisráð boðað til jafnréttisþings undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi. Þingið verður haldið í Hörpu þann 20. febrúar 2020.

Jólakveðja og opnunartími yfir hátíðarnar

Lokað verður á Jafnréttisstofu milli jóla og nýars. Við opnum aftur 2. janúar.

Vel heppnað fjarnámskeið fyrir sveitarfélög um gerð jafnréttisáætlana

Haldið var námskeið um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í byrjun desember. Eins og kom fram í fréttum nýlega höfðu einungis 26% sveitarfélaga skilað jafnréttisáætlunum innan lögbundins frests, skv. lögum nr. 10/2008 og ákveðið var að bregðast við því, meðal annars með þessu námskeiði. Enn er hægt að kaupa aðgang að námskeiðinu.

16 greinar fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember, á al­þjóð­legum bar­áttu­degi gegn of­beldi gegn konum, hófst sex­tán daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Átakinu lauk þann 10. desember, á al­þjóð­lega mannréttindadeginum. Dag­setningarnar tengja því saman, á tákn­rænan hátt, kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Mark­mið á­taksins er að knýja á um af­nám alls kynbundins of­beldis og hvetja til opinnar um­ræðu og vitundar­vakningar meðal almennings.