Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samstarfi við Jafnréttisráð boðað til jafnréttisþings undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi. Þingið verður haldið í Hörpu þann 20. febrúar 2020.
20.12.2019
Lokað verður á Jafnréttisstofu milli jóla og nýars. Við opnum aftur 2. janúar.
20.12.2019
Haldið var námskeið um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í byrjun desember. Eins og kom fram í fréttum nýlega höfðu einungis 26% sveitarfélaga skilað jafnréttisáætlunum innan lögbundins frests, skv. lögum nr. 10/2008 og ákveðið var að bregðast við því, meðal annars með þessu námskeiði. Enn er hægt að kaupa aðgang að námskeiðinu.
19.12.2019
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lauk þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Dagsetningarnar tengja því saman, á táknrænan hátt, kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis og hvetja til opinnar umræðu og vitundarvakningar meðal almennings.
16.12.2019