Fréttir

Jafnréttisráð - samráðsvettvangur um jafnrétti kynjanna

Auglýst er eftir þátttöku í samráðsvettvangi um jafnrétti kynja - Jafnréttisráð. Samtök sem vinna að jafnrétti kynja auk fulltrúa fræðasamfélags, vinnumarkaðar og sveitarfélaga geta sótt um þátttöku að samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna, Jafnréttisráði. Senda skal inn umsókn um þátttöku á netfangið for@for.is fyrir 14. maí, merkt Samráðsvettvangur.

Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting - eftirlit Jafnréttisstofu

Með gildistöku nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fékk Jafnréttisstofa það hlutverk að annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli uppfylli þá lagaskyldu að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.