Í tilefni af komu fr. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna til Íslands, stendur utanríkisráðuneytið í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi um eflingu og verndun mannréttinda. Fundurinn er haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og hefst kl. 16:00.
16.06.2010
Forsenda markvissrar jafnréttisfræðslu og jafnréttisstarfs í skólum eru vel menntaðir kennarar á sviði jafnréttis og kynjafræði. Á síðasta skólaári bauð Jafnréttisstofa upp á fyrirlestra og námskeið í skólum með það að markmiði að efla kynjafræðilegan grunn kennara og skapa umræðu í skólunum um jafnréttismál. Áfram verður haldið næsta skólaár og í ágúst mun Jafnréttisstofa standa fyrir dagsnámskeiði í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri og í október verður hálfsdagsnámskeið í Garðabæ.
14.06.2010
STERK gegn mansali eru forvarnarsamtök sem vinna að því að draga úr eftirspurn eftir vændi og mansali á Íslandi með því að fræða almenning og unga karla um raunverulegt eðli vændis og vændiskaupa. Samtökin voru stofnuð þann 8. mars á þessu ári og bjóð nú upp á fræðslu og fyrirlestra fyrir hópa.
09.06.2010
Akureyrarbær er fyrsta sveitarfélag landsins til að samþykkja aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum en áætlunin hlaut samþykki bæjarstjórnar þann 27. apríl sl.
08.06.2010
Í sveitarstjórnarkosningum 29. maí sl. hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af eru 308 karlar og 204 konur. Konur eru því í dag 40% allra kjörinna fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum og í meirihluta í 16 sveitarstjórnum af 76.
08.06.2010
Mánudaginn 7. júní verður haldin vestnorræn ráðstefna um jafnréttismál í boði forseta Alþingis undir yfirskriftinni: Staða og völd kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi á Vestur-Norðurlöndum. Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi fjalla um stöðu vestnorrænna kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi. Gerð verður grein fyrir sértækum leiðum til að til að jafna völd karla og kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, auk þess sem fjallað verður um kynjaða hagstjórn og jafnréttisuppeldi.
04.06.2010
Jafnréttisstofa hefur tekið saman yfirlit um stöðu kynja á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010. Karlar skipa í yfirgnæfandi meirihluta tilvika efsta sæti á framboðslistum, en eftir því sem horft er til fleiri frambjóðenda á listunum jafnast hlutur kynjanna nokkuð.
28.05.2010
Jafnréttisráðherrar Evrópuráðsins samþykktu ályktun og aðgerðaráætlun Evrópuráðsins sem er ætlað að brúa bilið milli raunverulegs jafnréttis kynjanna og lagalegs jafnréttis á fundi sínum í Baku í gær.
28.05.2010
Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi. Kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman. Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar.
25.05.2010
Vestnorræn kvennaráðstefna fer fram mánudaginn 7. júní í Þjóðmenningarhúsinu frá kl. 09:30-16:30.
21.05.2010