Fréttir

Nefnd um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Í fréttatilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneyti kemur fram að Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2011-2015. Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og hefur meginþungi hennar falist í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Ný stofnun SÞ um konur og kynjajafnrétti

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að koma á fót nýrri stofnun UN Women eða SÞ konur, stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað þetta einróma á fundi föstudaginn 2. júlí 2010. Með þessari ákvörðun verður til ein öflug stofnun innan SÞ sem fjallar um málefni kvenna og kynjajafnrétti.

Börnin eru enn á ábyrgð kvenna

Nýútkomin ársskýrsla Tryggingastofnunar ríkisins leiðir margt forvitnilegt í ljós. Sem dæmi má nefna að á síðastliðnu ári voru konur 96% þeirra sem fengu mæðra – eða feðralaun, 2.200 manns fengu greiðslur vegna fatlaðra eða langveikra barna, 285 karlar og 1.915 konur. Hundrað áttatíu og átta konur fengu barnalífeyri vegna ófeðraðra barna en margfalt fleiri konur eru skráðar með börn á framfæri og þurfa að leita sér aðstoðar opinberra aðila en karlar.

Kona verður forseti – 30 ár frá kjöri Vigdísar

Í dag eru liðin 30 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Hún varð þar með fyrsta konan í heiminum til að verða forseti kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Kosningabaráttan vikurnar á undan var fjörug og um margt merkileg. Þrír karlar og ein kona voru í framboði og var það í fyrsta sinn sem kona bauð sig fram hér á landi. Ýmsum rökum var beitt gegn Vigdísi svo sem þau að hún væri einstæð móðir, það ættu að vera hjón á Bessastöðum, hæfileikar hennar til að sinna embættinu voru dregnir í efa og þar fram eftir götunum. En nógu margir kjósendur voru á öðru máli. Vigdís sigraði og vakti það gríðarlega athygli um allan heim.

Rannsóknarskýrsla lögreglu um heimilisofbeldi

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við gerð viðamikillar rannsóknarskýrslu á heimilisofbeldi. Á heimssíðu ríkislögreglustjóra kemur fram að rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem hófst árið 2000 er ríkislögreglustjóri ákvað að gera rannsókn á ofbeldi, eins og það birtist í gögnum lögreglu og gögnum Landspítala háskólasjúkrahúss. Í framhaldinu var gerð áætlun um að skoða mismunandi tegundir ofbeldis og byrjað á ofbeldi gegn lögreglumönnum og birtust niðurstöður þeirrar rannsóknar í skýrslu árið 2007.

Kvenréttindadagurinn 19. júní haldinn hátíðlegur víða um land

Í Ráðhúsi Reykjavíkur komu saman hátt í 200 konur til að fagna kvenréttindadeginum en þar fór m.a. fram kynning á Skottunum sem eru regnhlífasamtök kvenna sem halda utan um kvennafrídaginn 24. - 25. október. Vigdís Finnbogadóttir verndari dagsins hélt erindi.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2009

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2009 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili. Starfsemi Jafnréttisstofu er margþætt og verkefni sem unnin voru á hennar vegum á árinu sýna það glöggt. Af þeim ber helst að nefna að haldnar voru fjórar stórar ráðstefnur í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, útgefin rit voru mörg þar á meðal um kynjasamþættingu og jafnréttisáætlanir og þróunarverkefnið Jafnrétti í leik- og grunnskólum sem hefur vakið mikla athygli.

Hafa bara karlar vit á fótbolta?

Jafnréttisstofu hafa á undanförnum dögum borist ábendingar og kvartanir vegna skorts á sýnileika kvenna við lýsingar á leikjum á HM í Suður Afríku. Karlar eru í aðalhlutverki leikskýrenda hérlendis og sem dæmi má nefna að allir leikskýrendur hjá Ríkissjónvarpinu eru karlar. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna er annað uppi á teningnum t.d. hjá sænska ríkissjónvarpinu þar sem bæði karlar og konur koma fram sem leikskýrendur.

Konur taka við prestsembættum á Akureyri

Í gær, þann 20. júní voru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Hildur Eir Bolladóttir settar í embætti presta í prestaköllunum tveimur á Akureyri en þær munu báðar hefja störf í júní.

Hátíðardagskrá 19. júní 2010

Í ár eru liðin 95 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru einnig 80 ár liðin frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands, 40 ár frá stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar, 30 ár frá forsetakjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá stofnun Stígamóta, 15 ár frá samþykkt Peking-áætlunarinnar og 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum.     Í tilefni kvenréttindadagsins í ár er boðið upp á dagskrá á Akureyri og í Reykjavík