Árlegur morgunverðarfundur UNIFEM á Íslandi verður haldinn á morgun fimmtudaginn 25. nóvember á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift fundarinns er Jafnrétti sem sóknarfæri: heima og að heiman. Á fundindum verður nýtt alþjóðlegt átak UNIFEM og UN Global Compact kynnt sem nefnist Jafnréttissáttmálinn.
24.11.2010
Þann 25. nóvember næstkomandi mun UNIFEM á Íslandi í samvinnu við mannréttindasamtök og kvennahreyfinguna á Íslandi, standa fyrir Ljósagöngu í tilefni af alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi og 16 daga átaki gegn ofbeldi gegn konum sem hefst í kjölfarið.
23.11.2010
Í síðustu viku var tilkynnt um ráðningu þriggja nýrra ráðuneytisstjóra og voru það allt konur sem hlutu stöðurnar. Störfin eru í nýju velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þegar þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir verða allar komnar til starfa og breytingar á skipan ráðuneyta gengið í gegn verða 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar. Jafnréttisstofa fagnar þessum tímamótum og minnir á að í breytingum felast tækifæri til kynjajafnréttis ef viljinn er fyrir hendi.
22.11.2010
Tíu ár eru liðin síðan utanríkisráðuneytið sendi fyrsta jafnréttissérfræðinginn til starfa fyrir Þróunarsjóð SÞ fyrir konur (UNIFEM) á Balkanskaga og hefur sá stuðningur verið óslitinn allar götur síðan. Auk starfsins á Balkanskaganum hafa íslenskir sérfræðingar starfað fyrir UNIFEM í Líberíu, á Barbados og í höfuðstöðvunum í New York. Á sama tíma hefur hlutfall fjárhagslegs stuðnings utanríkisráðuneytisins við UNIFEM aukist margfalt og skilað Íslandi í röð helstu stuðningsríkja sjóðsins.
17.11.2010
Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri boða til fyrsta jafnréttistorgs vetrarins miðvikudaginn 17. nóvember kl. 12 á hádegi. Hjálmar Gunnar Sigmarsson, MA í mannfræði og sérfræðingur á Jafnréttisstofu, mun segja frá störfum sínum hjá UNIFEM í Bosníu og Herzegóvínu.
16.11.2010
Auðunn Lysbakkan norski jafnréttismálaráðherrann stofnaði kvennanefnd í febrúar á þessu ári, nefndinni var ætlað að kortleggja stöðu jafnréttismála í Noregi í fortíð og nútíð og setja fram tillögur um aðgerðir í skýrslu sem nefndin skilaði af sér í október sl.
09.11.2010
Norðurlandaráðsþing 2010 verður haldið í Reykjavík frá 2. nóvember til 4. nóvember nk. Þingið hefst síðdegis á þriðjudag með leiðtogafundi norrænu forsætisráðherranna en efni fundarins í ár er: Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni. Að leiðtogafundi loknum mun finnski forsætisráðherrann kynna formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2011. Boðið verður upp á ýmsa hliðarviðburði í tengslum við þingið og mun einn þeirra snúa að jafnréttismálum.
29.10.2010
Síðastliðinn sunnudag, í tilefni Kvennafrídagsins, stóðu Skotturnar, regnhlífasamtök 20 íslenskra kvennasamtaka, fyrir ráðstefnu um kynferðisofbeldi í Háskólabíói. Fjölmargir erlendir fyrirlesarar mættu á ráðstefnuna og héldu erindi um stöðu mála í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands og verndari Skottanna, hélt opnunarræðu og Kolbrún Halldórsdóttir varaþingkona VG var fundarstýra ráðstefnunnar. Á milli erinda deildu ungar stúlkur með ráðstefnugestum hugleiðingum sínum um jafnrétti og framtíðina. Ráðstefnan var mjög vel sótt.
28.10.2010
Félag íslenskra háskólakvenna auglýsir styrk til umsóknar að upphæð 150.000.- kr. Styrkurinn er ætlaður konum af erlendum uppruna sem stunda háskólanám hér á landi en eru ekki lánshæfar hjá LÍN.
28.10.2010
Í ár eru liðin tíu ár síðan samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM (Þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna í þágu kvenna) á Balkanskaga hófst. Í ár er einnig verið að minnast þess að fyrir tíu árum samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Föstudaginn 19. nóvember mun utanríkisráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu, Háskólanum á Akureyri og Landsnefnd UNIFEM á Íslandi halda málfund af tilefni þessara tímamóta.
28.10.2010