Fréttir

Samstarfssamningur FKA, Viðskiptaráðs og SA engu skilað

Fyrirtækjum þar sem bæði konur og karlar eru í stjórn fækkaði um 16 á síðasta ári. Hlutfall fyrirtækja með bæði kyn í stjórn er nú 14% en var 15% á árinu 2008. Þetta kom fram á aðalfundi FKA – Félags kvenna í atvinnurekstri og í fréttum Mbl. í gær. Þetta gerist þrátt fyrir að á síðasta ári hafi verið skrifað undir samstarfssamning milli FKA, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að þessir aðilar myndu hvetja til og leggja áherslu á að fjölga konum í forystusveit í íslensku viðskiptalífi.

Foreldraorlof – umönnunarstefna og staða kynjanna

Hvernig fjölskylduform eru viðurkennd í norrænni velferðarstefnu? Hvaða fjölskyldugildum og hvernig sambýlisformi er veittur forgangur í fjölmenningarsamfélagi nútímans? Væri orlof í hlutastarfi vænleg leið að auknu jafnrétti kynjanna? Leitað var svara við þessum spurningum og mörgum öðrum á norrænni ráðstefnu um foreldraorlof – umönnunarstefnu og stöðu kynjanna á Norðurlöndum, sem fram fór í Reykjavík 22. október 2009. 

Konur eru í miklum meirihluta meðal starfsmanna á leikskólum

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um starfsfólk í leikskólum í desember 2009 og gefið út hefti í ritröðinni Hagtíðindi.  Þegar litið er á kynjahlutfall starfsmanna í leikskólum eru konur í miklum meirihluta. Af öllum starfsmönnum leikskóla eru 222 karlmenn eða 4% starfsmanna og eru í 4% stöðugilda.

Þrjú tilraunaverkefni vegna kynjaðrar hagstjórnar

Heilbrigðisráðuneytið hefur tilnefnt þrjú verkefni sem sín fyrstu tilraunaverkefni til þess að svara óskum um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Verkefnin fela í sér að biðlistar eftir hjartaþræðingu og liðskiptaaðgerðum og forvarna- og gæðastyrkir verða skoðaðir út frá sjónarhorni kynjajafnréttis.

Knattspyrnudeild Breiðabliks hlýtur jafnréttisviðurkenningu Kópavogs

Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar sem afhent var á föstudag. Í umsögn jafnréttisnefndar bæjarins segir að Breiðablik hafi frá upphafi verið í fararbroddi í knattspyrnu kvenna og að það sé eina félagið sem hafi verið með á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu óslitið frá upphafi.

Tengslanet V – Völd til kvenna

Bandaríski metsölurithöfundurinn Barbara Ehrenreich verður aðalfyrirlesari á Tengslaneti V-Völd til kvenna ráðstefnunni sem haldin er 27 – 28 maí næstkomandi. Ehrenreich þykir einn róttækasti samfélagsgagnrýnandi sem nú er á ritvellinum. Bók hennar Nickel and Dimed var í ár valin ein af tíu bestu bókum síðasta áratugar á sviði rannsóknarblaðamennsku af blaðamannstofnun New York háskóla. Annar aðalfyrirlesara nú er Dr. Sigríður Benediktsdóttir, einn höfunda rannsóknarskýrslunnar, en hún mun leggja út af þema ráðstefnunnar um hugrekki í erindi sínu um aðdraganda og eftirmála hrunsins. Um 30 aðrar konur eru með framsögur á ýmsum sviðum.

Óbein kynjamismunum – hugtakið í evrópurétti og íslenskum rétti

Fimmtudaginn 6. maí heldur Halldór Oddsson, lögfræðingur (hdl.), fyrirlestur er nefnist „Óbein kynjamismunum – hugtakið í evrópurétti og íslenskum rétti “. Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.25. Í fyrirlestrinum mun Halldór fjalla um jafnrétti út frá skilningi lögfræðinnar en jafnréttishugtakið er jafnan skilgreint á tvo vegu, þ.e. formlegt jafnrétti annars vegar og efnislegt jafnrétti hins vegar. Viðurkenning á því að mismunun geti verið óbein jafnt sem bein fól í sér stórt framfaraskref í baráttunni fyrir efnislegu jafnrétti þar sem að dómstólum var í raun gefið leyfi til að meta raunveruleg mismununaráhrif aðgerða.

BÖRN TIL SÖLU

Í lokaumræðum vetursins býður UNIFEM þér í bíó en dagskráin hefst með sýningu heimildamyndarinnar Börn til sölu eftir Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttakonu. Myndin fjallar um þær tugþúsundir kambódískra stúlkna sem seldar eru mansali á hverju ári. María Sigrún svarar spurningum að sýningu lokinni og þá tekur Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra UNIFEM við og segir okkur af starfi UNIFEM í Kambódíu og nýlegri ferð sinni þangað. Sýning á heimildarmyndinni Börn til sölu hefst kl. 12 en umræður taka við kl. 13 Hvort tveggja verður í húsnæði Miðstöðvar SÞ að Laugavegi 42, sunnudaginn 2. maí.

Drekkt af sundlaugarverðinum

Fimmtudaginn 29. apríl heldur Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur frá Háskóla Íslands, fyrirlestur er nefnist „Drekkt af sundlaugarverðinum – kynferðisofbeldi af hálfu friðargæsluliða“. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101, kl. 12.15-13.15

Ályktun Jafnréttisráðs um stjórn og trúnaðarmannaráð VR

Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórn og trúnaðarmannaráð VR. Þar fagnar ráðið niðurstöðum kosninganna þar sem jöfn kynjahlutföll urðu í báðum tilfellum.