Þann 12. nóvember kl. 17.00 verður heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? sýnd í Sambíóinu á Akureyri. Þetta er bæði fróðleg og bráðskemmtileg mynd sem segir sögu af kvennaframboðinu í Reykjavík og svo Kvennalistanum ásamt ýmsu öðru sem tengdist baráttu kvenna á síðustu áratugum 20. aldar.
10.11.2015
Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin?
Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura
Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta jafnlaunaráðstefna ASÍ var haldin, þar sem fjallað var um kjör kvenna. Í ár fagna íslenskar konur 100 ára afmæli kosningaréttar og á næsta ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu.
05.11.2015
Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga fór fram á Egilsstöðum þann 13. október sl. Dagskrá fundarins var áhugaverð og voru tæplega 30 fulltrúar sveitarfélaga mættir til að taka þátt í fundinum. Á undanförnum árum hafa landsfundir jafnréttisnefnda farið fram í ýmsum landshlutum til að létta fólki víða um land sporin á landsfundina en að ári verður landsfundur í fyrsta sinn haldinn á Norðurlandi vestra nánar tiltekið á Hvammstanga í Húnaþingi vestra.
05.11.2015