Fréttir

Líf án ofbeldis er allra réttur

Þriðjudaginn 25. nóvember stendur UNIFEM á Íslandi fyrir árlegum morgunverðarfundi sínum á Hótel Holti kl. 8:15 – 9:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn og nýútkomið tímarit UNIFEM verður kynnt.

Rannsókn á launamun kynjanna hefur hækkað laun þúsunda starfsmanna í Svíþjóð

Rannsóknin á launamun kynjanna í Svíþjóð hefur leitt í ljós að fjórir af fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki lög um jöfn laun. Í kjölfar verkefnisins hafa nú 5200 launþegar fengið laun sín hækkuð í samræmi við lög. Verkefnið nefnist Miljongranskningen og er stærsta verkefni sem umboðsmaður jafnréttismála þar í landi hefur staðið fyrir.

Bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stóð Jafnréttisstofa fyrir bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri síðastliðinn fimmtudag.