Menntaskólinn í Kópavogi í samstarfi við jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar heldur mannréttindaviku þessa daganna. Í fyrra var haldin jafnréttisvika og nú er um að ræða mannréttindaviku. MK hefur unnið markvíst að jafnréttismálum undanfarin ár og fékk meðal annars viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2007.
04.03.2008
Kærunefnd jafnréttismála hefur sent frá sér þrjár nýjar álitsgerðir það sem af er árinu. Varða þær stöðuveitingu, stöðubreytingu og starfslokasamninga. Í öllum tilfellum taldi kærunefndin að ekki hefði verið brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
04.03.2008
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna býður Jafnréttisstofa upp á hádegisrabb, föstudaginn 7. mars, klukkan 12-13:00, í húsakynnum Jafnréttisstofu, Borgum, 3. hæð. Starfsfólk Jafnréttisstofu mun halda stutta kynningu á nýju jafnréttislögunum og ræða hvaða áhrif þau geta haft á framtíð jafnréttismála. Í boði verða léttar veitingar. Allir eru velkomnir.
04.03.2008
Í dag voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem ætlað er að leysa af hólmi eldri lög um sama efni. Í lögunum er að finna ýmis nýmæli auk þess sem einstaka ákvæði eldri laga eru skýrð nánar.
03.03.2008
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, bjóða samtök launafólks og Jafnréttisstofa til ráðstefnu. Þema ráðstefnunnar er: aðferðir til að ná launajafnrétti - kostir, gallar og nýjar hugmyndir. Ráðstefnan er haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, fimmtudaginn 6. mars, kl. 13:00-16:15.
03.03.2008