Í vikunni gaf Hagstofa Íslands út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum kosninga til Alþingis, sem fram fóru 12. maí 2007. Þar kemur meðal annars fram að kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla, eða 83,9% á móti 83,3% hjá körlum. Frá og með þingkosningunum 1995 hefur þátttaka kvenna í þingkosningum verið örlítið meiri en karla, en fram að því var þátttaka karla meiri.
18.01.2008
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að breyta mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í mannréttindaráð. Tilgangur breytingarinnar er að gefa mannréttindamálum aukið vægi innan stjórnsýslu borgarinnar.
17.01.2008
Samstarfshópurinn Allar heimsins konur boða til ráðstefnu miðvikudaginn 23. janúar 2008 á Grand Hótel. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á stöðu kvenna í heimi hnattvæðingar og efla umræðuna hér á landi. Sérstök áhersla er á að raddir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi heyrist.
16.01.2008
Tryggvi R. Jónsson, MA í mannauðsstjórnun, Albert Arnarson, MA í vinnu- og skipulagssálfræði og Haukur Freyr Gylfason, MA í sálfræði munu halda erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. janúar kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4. Í erindinu kynna þeir rannsókn sína um launamun kynjanna.
15.01.2008