Jafnréttisstofa stóð fyrir málstofu um átakið Afnemum staðalímyndir kynjanna, leyfum hæfileikunum að njóta sín á hótel KEA fimmtudaginn 1. október sl. Málstofan hófst með kynningu á átakinu sem er samstarfsverkefni 27 aðildarríkja Evrópusambandsins auk Noregs og Íslands. Haldnar eru málstofur í þessum löndum fyrir starfsmenn verslunarráða, viðskipta- og fagsamtaka, stjórnendur, mannauðsstjóra og alla sem áhuga hafa á málefninu. Átakið tekur einnig saman og veitir sérstök þjálfunarúrræði til að nýta betur og með skilvirkari hætti hæfileika einstakra starfsmanna innan fyrirtækja og stofnana.
07.10.2009
Miðvikudaginn 7. október flytur Auður Styrkársdóttir erindi á jafnréttistorgi undir yfirskriftinni Kyn og völd. Torgið hefst kl. 12:00 í stofu L201
06.10.2009
Föstudaginn 9. október fer fram doktorsvörn við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur doktorsritgerð sína Within the Aura of Gender Equality: Icelandic work cultures, gender relations and family responsibility (Innan áru kynjajafnréttis: Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð).
05.10.2009
Í fjármálafrumvarpinu fyrir árið 2010 er sérstakur kafli um kynjaða hagstjórn. Í honum kemur fram að það sé skýr stefna stjórnvalda að taka upp kynjasamþættingu við fjárlagagerð og að samþætta beri stefnu í jafnréttismálum og stefnu í efnahagsmálum.
02.10.2009