Fréttir

Ráðstefna um karla og karlmennskurannsóknir

Dagana 4.-6. júní fór fram alþjóðleg ráðstefna um karla og karlmennskurannsóknir í Háskóla Íslands. Ráðstefnan, sem var afar vel sótt,  var skipulögð af NFMM - Norrænu netverki um karlarannsóknir, Jafnréttisstofu, RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Ráðstefnan er sú þriðja í röðinni í Norrænu samstarfi um karla- og karlmennsku og einn stærsti viðburðurinn á sviði jafnréttismála á formennskuári Íslands í Norræna ráðherraráðinu, árið 2014.

Vel heppnuð ráðstefna um jafnrétti og hagsæld

Fjölmennt var á ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði sem haldin var af UN Women, Festu, Jafnréttisstofu og samtökum atvinnulífsins á Hilton Nordica þann 27. maí sl.

Bæði konur og karlar eru óánægð með laun fyrir störf sín í sveitarstjórnum

Niðurstöður spurningakönnunar sem Jafnréttisstofa sendi sveitarstjórnarfólki nú í aðdraganda kosninga sýnir að sveitarstjórnarfólk á Íslandi eru óánægt með laun fyrir störf sín í sveitarstjórnum. Niðurstöður eru svipaðar fyrir bæði konur og karla, þar sem meirihluti bæði karla og kvenna eru ósammála fullyrðingunni  „ég er ánægð(ur) með laun mín fyrir störf mín í sveitarstjórn.

Konur jákvæðari en karlar í garð kynjakvóta

Niðurstöður spurningakönnunar sem Jafnréttisstofa sendi sveitarstjórnarfólki nú í aðdraganda kosninga sýnir jákvæða afstöðu til ákvæða jafnréttislaga um kynjakvóta í nefndum og ráðum.

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eru ósáttir við laun en ánægðir með starfsumhverfi

Nú í aðdraganda kosninga, 31. maí 2014, sendi Jafnréttisstofa spurningakönnun til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Könnunin var unnin í samstarfi við Dr. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðing og prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Ætlunin var að kanna viðhorf til starfskjara og starfsumhverfis með tilliti til kynjasjónarmiða og áhrifa þeirra á þátttöku í sveitarstjórnarstarfi.

Ný handbók um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun

Reykjavíkurborg hefur nú gefið út handbók um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun (KFS). Handbókin hefur verið þróuð í samræmi við áherslur borgarinnar og þá leið sem borgin hefur farið í innleiðingu á KFS. Handbókin á að nýtast sem leiðsagnarrit fyrir alla þá sem koma á einn eða annan hátt að kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá borginni. Í henni er farið skref fyrir skref y?r alla þá þætti sem tengjast innleiðingunni. Markmiðið er sömuleiðis að gera starfsfólki borgarinnar, pólitískt kjörnum fulltrúum og íbúum betur kleift að öðlast skilning á því hvað kynjuð fjárhags- og starfsáætlun er og hvaða ávinning hún getur haft í för með sér. 

Hver gerir hvað?

Dagana 27. og 28. maí mun Jafnréttisstofa, í samvinnu við velferðarráðuneytið og Norræna ráðherraráðið, standa að ráðstefnu um jafnréttismál í Þórshöfn, Færeyjum. Ráðstefnan er einn af mörgum viðburðum vegna formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu. Sjá dagskrá

Jafnréttissstýra ræðir um hagsæld og jafnrétti

Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu ræðir um mikilvægi þess að fyrirtæki innleiði jafnréttisstefnu í tilefni af ráðstefnunni Aukið Jafnrétti - Aukin hagsæld sem haldin verður 27. maí nk á Hilton Reykjavík Nordica. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér

Ráðstefna: Aukið jafnrétti - Aukin hagsæld

UN Women á Íslandi, Festa og Samtök Atvinnulífsins (SA), í samstarfi við Jafnréttisstofu, bjóða til opinnar ráðstefnu þann 27. maí næstkomandi um stöðu og þróun jafnréttismála á atvinnumarkaði undir yfirskriftinni “Aukið jafnrétti – aukin hagsæld”. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Jafnframt verður rætt um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (WEP), stefnu og innleiðingu. Hluti af aðgangseyri á ráðstefnuna rennur til UN Women í þágu valdeflingar kvenna á atvinnumarkaði. Skráning fer fram á www.sa.is

Ráðstefna um karla og karlmennskurannsóknir

Þann 4.-6. júní verður haldin stór Norræn ráðstefna í Reykjavík um karla og karlmennskurannsóknir undir yfirskriftinni: Emerging ideas in masculinity research - Masculinity studies in the North. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar á formennskuári Íslands og norræns netverks um karla og karlmennskurannsóknir en þetta er þriðja Norræna rástefnan í þessu samstarfi.