Jafnréttisstofa verður á á Þórshöfn í dag, fimmtudaginn 9. október, og boðar til opins fundar á Bárunni með íbúum Langanesbyggðar, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnanna og fyrirtækja á svæðinu. Á fundinum sem hefst klukkan 12:00 verður fjallað um skyldur sveitarfélaga og fyrirtækja í jafnréttismálum og staðalmyndir kynjanna.
09.10.2014
Þann 25. október næstkomandi verða liðin 100 ár frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Í tilefni af 100 ára afmælinu standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir ráðstefnu í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13:00-16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Þar verður sjónum beint að baráttu verkakvenna á síðustu öld og stöðu þeirra í dag. Boðið verður upp á áhugaverð erindi og pallborðsumræður þar sem m.a. forystukonur Verkakvennafélagsins Framsóknar líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunnist í baráttunni um bætt kjör verkakvenna.
01.10.2014
UN Women stendur nú fyrir alþjóðlegri herferð: „HeForShe“ sem miðar að því að hvetja karlmenn til þátttöku í jafnréttisbaráttunni og ætlunin er að fá 1 billjón karlmenn í heiminum til að taka afstöðu með jafnrétti kynjanna. Í yfirlýsingu samtakanna segir að kynjajafnrétti sé ekki einkamál kvenna, kynjajafnrétti snýst um mannréttindi allra og með því að taka þátt í herferðinni séu karlmenn að lýsa stuðningi sínum við afnám fordóma og alls ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Yfirmarkmið herferðarinnar „HeForShe“ er að kynjajafnrétti verði náð árið 2030. Heimskort á síðu herferðarinnar mun sýna jákvæða afstöðu karlmanna til kynjajafnréttis en þar munu tölur frá öllum löndum birtast og því mögulegt að fylgjast með þróun mála. Frétt um herferðina má sjá hér og einnig er hægt að lesa á ávarp sem leikkonan Emma Watson, sérlegur sendifulltrúi UN Women hélt í höfuðstöðvum SÞ til að ýta herferðinni úr vör.
Síða átaksins
23.09.2014
Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og mun fara fram á ensku. Það eru Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu sem halda málþingið sem er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.
22.09.2014
Tilkynning:
„Reykjavíkurborg boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 18. og 19. september n.k.
Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir.
17.09.2014
Miðvikudaginn 17. september kl. 12.00-13.00 flytur Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamaður, erindið „Aðgengi eða áhugi? Munur á röðun og vægi frétta eftir karla og konur“. Félagsvísindatorgið er í samstarfi við Jafnréttisstofu.
Arnhildur Hálfdánardóttir útskrifaðist með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands síðast liðið vor. Hún starfar nú sem fréttamaður á RÚV. Arnhildur er með BA próf í mannfræði og er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hennar fyrsta reynsla af fjölmiðlum var þegar hún sat í ritstjórn skólablaðs MA Munins
16.09.2014
Jafnréttisstofa hefur verið beðin um að koma á framfæri eftirfarandi, frá undirbúningsnefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna:
"Nú líður senn að merkum tímamótum í sögu og réttindabaráttu kvenna, - 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna til Alþingis á næsta ári. Án efa hafið þið þegar hafið undirbúning að viðburðum árið 2015. Á síðasta kjörtímabili samþykkti Alþingi þingsályktun um að á næsta ári, 2015, yrði haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Megináherslan er lögð á að virkja grasrótarsamtök kvenna, jafnréttis- og stjórnmálasamtök og hvetja þau til að láta sig varða og styðja málefni kvenna og jafnrétti og efna í því skyni til atburða og verkefna til að minnast þeirra merku tímamóta sem kosningarétturinn markaði. Afmælisnefnd hóf störf haustið 2013 en fjöldi fulltrúa jafnréttis- og kvennahreyfinga kom að stefnumótun fyrir afmælið.
15.09.2014
Miðvikudaginn 10. september litu góðir gestir við á Jafnréttisstofu til að kynna sér starfsemi stofunnar og fræðast um jafnrétti kynjanna. Þetta var hópur kvenna frá Starfsendurhæfingu Norðurlands ásamt Friðbjörgu Jóhönnu Sigurjónsdóttur ráðgjafa og verkefnastjóra.
Hópurinn sat fyrirlestur um staðalmyndir kynjanna þar sem þeirri spurningu var varpað upp hvort kyn skipti máli. Góðar og fjörugar umræður áttu sér stað þar sem skipst var á skoðunum eins og alltaf þegar jafnréttismál ber á góma. Heimsókninni lauk á því að horft var á myndina Mitt verk eða þitt sem fjallar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Myndina má finna á heimasíðu Hins gullna jafnvægis www.hiðgullnajafnvægi.is ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum.
12.09.2014
„Þann 16. ágúst birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Juku umsvifin á kreppuárunum“. Af fréttinni má skilja að Jafnréttisstofa hafi þanist út um 94% á árunum 2007-2012 þegar mikill niðurskurður átti sér stað í ríkisútgjöldum.“ Þannig hefst grein Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdarstýru Jafnréttisstofu, sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar í dag.
Greinina má lesa HÉR
28.08.2014
Reykjavíkurborg boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 18.-19. september 2014. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.
Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn sveitarstjórnarmenn, og fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir ásamt því starfsfólki sem vinnur að jafnréttismálum.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Landsfundir jafnréttisnefnda sveitarfélaga hafa farið fram víða um land en hér má finna fréttir af fyrri fundum.
28.08.2014