Á morgun, föstudaginn 18. mars, verður haldið málþing um niðurstöður rannsókna á aðstæðum og upplifun kvenna í fjórum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ, kl. 12-13.30 í stofu 152 í VR II.
17.03.2011
Nú hefur velferðarráðuneytið birt glærur fyrirlesara á Jafnréttisþingi á heimasíðu sinni. Einnig er skýrsla velferðarráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála aðgengileg rafrænt. Hægt er að panta eintak hjá ráðuneytinu og fá það sent.
15.03.2011
Þann 8. mars undirrituðu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík samkomulag um lánatryggingasjóð kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.
11.03.2011
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni hvetur Jafnréttisstofa alla til að kynna sér viðburði dagsins. Í boði er fjölbreytt dagskrá um jafnréttismál.
08.03.2011
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður boðað til hádegisfundar á Akureyri þar sem rætt verður um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði, launajafnrétti og aðgerðir sem geta stuðlað að jafnrétti kynjanna. Fundurinn fer fram á hótel KEA frá kl. 12-13:30.
07.03.2011
Undanfarna daga hafa Jafnréttisstofu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir vegna fyrirhugaðra sparnaðaraðgerða Reykjavíkurborgar innan leik- og grunnskóla borgarinnar.
03.03.2011
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður haldinn hádegisfundur með yfirskriftina Staða konunnar er laus til umsóknar Jafnrétti úr viðjum vanans! Fundurinn er á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 11:45.
02.03.2011
Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, tók formlega til starfa þann 24.febrúar sl. Af því tilefni var efnt til sérstakrar dagskrár í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en þar fer nú fram 55. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í tillögu til þingsályktunar um alþjóðlega þróunarsamvinnu, sem utanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi 17. febrúar sl., er sérstök áhersla lögð á jafnréttismál sem þverlægt áherslusvið og UN Women tilgreind sem ein fjögurra lykilstofnana í þróunarstarfi Íslands.
28.02.2011
Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi, var formlega stofnuð í Háskólanum á Akureyri þann 21. febrúar sl. Markmið stöðvarinnar er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum og ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög hérlendis og erlendis og með því að standa fyrir ráðstefnum og málþingum til að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess.
23.02.2011
Jafnréttisráðherrar norrænu ríkjanna hafa samþykkt samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 20112014 sem ber heitið Jafnrétti skapar sjálfbært þjóðfélag. Í áætluninni er sérstaklega fjallað um nauðsyn þess að karlmenn taki þátt í jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál og að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins. Með þetta að leiðarljósi verður áhersla á virka þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi og samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða fléttuð inn í öll verkefni sem kveðið er á um í samstarfsáætluninni.
21.02.2011