Ný landsstjórn var kynnt í Færeyjum um helgina, en að henni standa Jafnaðarmannaflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn. Af átta ráðherrum eru nú þrjár konur. Það er mikil breyting frá fyrri landsstjórn, sem var eingöngu skipuð körlum.
05.02.2008
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu sinni um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra. Í tillögunni segir að starfsheitum í hefðbundnum kvennastéttum hafi verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. Því eigi einnig að breyta starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, enda eigi ráðherraembætti ekki að vera eyrnamerkt körlum.
05.02.2008
Samkvæmt könnun, sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði fyrir Akureyrarbæ, er ekki marktækur kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum bæjarins, þegar tekið hefur verið tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma.
01.02.2008