Fréttir

Jafnréttisþing í Mosfellsbæ 18. september

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi sem haldið verður í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 18. september. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands.

Námsstyrkir til einstæðra mæðra

Menningar- og minningarsjóður kvenna úthlutar styrk úr sjóðnum í haust og hefur sjóðurinn auglýst eftir styrkumsóknum. Að þessu sinni verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ára og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé.