Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist um nærri þrjú prósentustig á milli ára, samkvæmt launakönnun SFR sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Konur höfðu samkvæmt könnuninni um 27% lægri heildarlaun en karlar. Þegar tekið hafði verið tillit til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og vaktaálags, var óútskýrður launamunur kynjanna 17,2% en hann var 14,3% árið 2007.
12.09.2008
Halla Tómasdóttir, annar stofnenda Auðar Capital og starfandi stjórnarformaður, hlýtur jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar árið 2008 fyrir frumkvöðlastarf og gott fordæmi kvenna á öllum aldri. Jafnréttisviðurkenningin var afhent í Kórnum, sal Bókasafns Kópavogs, í lok dagskrár um jafnrétti í Kópavogi til framtíðar sem hófst kl. 16.
11.09.2008
Árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogs verður afhent í dag, fimmtudaginn 11. september kl. 16. Einnig verða kynnt drög að nýrri jafnréttisstefnu bæjarins og samstarfsverkefnið Jafnrétti í skólum, undir yfirskriftinni Jafnrétti í Kópavogi til framtíðar.
11.09.2008
Álit kærunefndar jafnréttismála um kæru á hendur iðnaðarráðuneytinu, vegna skipunar í embætti orkumálastjóra, var birt á vefnum réttarheimild.is í gær. Ekki var talið að um brot hefði verið að ræða.
10.09.2008
Jafnréttisstofa verður með opinn fund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Egilsstöðum á morgun, miðvikudaginn 10. september. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði og hefst kl. 17.
09.09.2008
Fyrsti fundur Jafnréttisstofu á ferð um landið fór fram á Ísafirði síðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var vel sóttur og voru gestir fundarins mjög áhugasamir um jafnréttismál og ný lög um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna.
08.09.2008
Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði um mansal þann 25. september nk. Námskeiðið er haldið í samstarfi við íslenskan samstarfshóp norræna-baltneska tilraunaverkefnisins, sem vinnur að stuðningi, vernd, endurhæfingu og öruggri heimför kvenna sem hafa orðið fyrir mansali.
08.09.2008
Jafnréttissjóður veitir í dag fimm styrki til rannsókna á sviði jafnréttismála og kynnir verkefni sem fengu styrk á síðasta ári. Jafnréttisráð veitir einnig sína árlegu viðurkenningu á sama tíma. Dagskráin fer fram kl. 15-19 á Hilton Reykjavík Nordica (áður Nordica) 2. hæð.
04.09.2008
Jafnréttisstofa verður með opinn hádegisfund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Ísafirði á morgun, fimmtudaginn 4. september. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 12.
03.09.2008
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar heldur Landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga 18. - 19. september
03.09.2008