Á konudaginn tóku konur formlega við Öðlingskyndlinum úr höndum karla, sem hafa kynnt átakið og bók Þórdísa Elvu Þorvaldsdóttur: Á mannamáli, frá bóndeginum síðastliðnum. Hér eftir mun átakið og ágóði af sölu bókarinnar renna til Kvennahreyfingarinnar sem undirbýr stóran viðburð í kringum kvennafrídaginn 25. október nk.
05.03.2010
Í tilefni 100 ára afmæli alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8. mars, verður blásið til hádegisfundar á Grand hótel undir yfirskriftinni Frelsi til fjölskyldulífs - samræming fjölskyldu og atvinnulífs. Flutt verða þrjú erindi yfir heitri súpu en það eru þau Gyða Margrét Pétursdóttir, Ingólfur V. Gíslason og Heiða Björk Rúnarsdóttir sem tala. Að fundinum standa ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SSF, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa.
03.03.2010
SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á launajafnrétti kynjanna og jafnréttismál í starfi sínu. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Jafnrétti má ekki verða afgangsstærð í uppbyggingu og endurnýjun samfélagsins. Þvert á móti. Jafnrétti kynjanna er mikilvægara en nokkru sinni. Endurreisa þarf íslenskt samfélag þar sem velferð þegnanna, réttsýni og jafnrétti verða þau gildi sem skipað verður í öndvegi. SFR leggur áherslu á að jöfn staða kynjanna sé ein af forsendum farsældar. Þess vegna stendur SFR fyrir ráðstefnuröð um jafnrétti á komandi vikum og verður ráðstefna haldin í öllum landsfjórðungum. Fyrsta ráðstefnan verður á Akureyri þann 8. mars næstkomandi, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Síðan verður haldið til Egilsstaða þann 14. apríl, til Ísafjarðar 20. apríl og endað í Reykjavík þann 28. apríl.
02.03.2010
Á Jafnréttistorgi miðvikudaginn 3. mars mun Anna Lilja Þórisdóttir, MA í blaða- og fréttamennsku, fjalla um glænýja meistararannsókn sína sem nefnist Dáðleysi kvenna. Eða er öðru um að kenna? Stjórnmálakonur í fjölmiðlum fyrir Alþingiskosningarnar 2009.Fyrirlesturinn verður fluttur kl. 12.00 í stofu L 201 í Sólborg v/Norðurslóð
02.03.2010