Fréttir

Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Akureyrarbær er fyrsta sveitarfélag landsins til að samþykkja aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum en áætlunin hlaut samþykki bæjarstjórnar þann 27. apríl sl.

Konur nú 40% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum – áfangi á leið til jafnréttis

Í sveitarstjórnarkosningum 29. maí sl. hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af eru 308 karlar og 204 konur. Konur eru því í dag 40% allra kjörinna fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum og í meirihluta í 16 sveitarstjórnum af 76.

Vestnorræn ráðstefna um jafnréttismál

Mánudaginn 7. júní verður haldin vestnorræn ráðstefna um jafnréttismál í boði forseta Alþingis undir yfirskriftinni: „Staða og völd kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi á Vestur-Norðurlöndum“. Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi fjalla um stöðu vestnorrænna kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi. Gerð verður grein fyrir sértækum leiðum til að til að jafna völd karla og kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, auk þess sem fjallað verður um kynjaða hagstjórn og jafnréttisuppeldi.