Fréttir

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og víðs vegar um heim er þess minnst hvert mannkynið er komið í kynjajafnréttismálum og einkum kvennréttindum. Deginum hefur verið haldið á lofti víðs vegar um heim frá árinu 1909 en upphafið að honum áttu amerískar konur á 19. öld þegar þeim var meinað aðgengi að ræðustól. Hér á landi var dagsins fyrst minnst árið 1932. Dagurinn er talinn einn sá mikilvægasti til þess að fagna félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum réttindum kvenna, auka vitund um hlutverk kvenna og ekki síst til að knýja á um þörfina fyrir frekari baráttu fyrir jafnrétti kynjanna.

Meinlaust heldur áfram

Vitundarvakningin Meinlaust er nú í gangi og í þetta sinn er hún í samstarfi við Samtökin 78.

Ungmenni úr 7. bekk Selásskóla sigurvegarar Sexunnar 2023

Sjöundi bekkur Selásskóla sigraði stuttmyndasamkeppnina Sexuna sem haldin var í fyrsta sinn í ár.

Rafrænar tímabókanir

Opnað hefur verið fyrir rafrænar tímabókanir hjá sérfræðingum um jafnlaunastaðfestingu.

Verkefninu Fjölbreytni í fyrirrúmi miðar áfram

Fyrsta fréttabréf verkefnisins Fjölbreytni í fyrirrúmi er komið út bæði á íslensku og ensku. 

Staða jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar í árslok 2022

Myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar hefur nú verið uppfært miðað við stöðuna í árslok 2022. Hlekkur á mælaborð.

Fyrirbyggjandi ráðstafanir framhaldsskólanna eru fjölbreyttar

Jafnréttisstofa hefur birt samantekt úr greinargerðum framhaldsskólanna um fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

SEXAN Stuttmyndasamkeppni

Ert þú í 7. bekk? Búðu til stuttmynd um slagsmál, tælingu, samþykki eða nektarmynd sem verðu sýnd á UngRÚV í febrúar. Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að fræða ungt fólk um mörk og samþykki en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% drengja hafa verið beðin um nektarmynd.