Fréttir

Skýrsla um kvenfanga sýnir mikilvægi kynjasamþættingar

Umboðsmaður Alþingis hefur birt þemaskýrslu um aðbúnað og aðstæður kvenna í fangelsum á Íslandi.

Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka

Ýmsar stofnanir hafa tekið höndum saman og tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka, til þess að minna á gildi forvarna og þá ábyrgð sem við berum öll þegar kemur forvörnum og viðbrögðum við ofbeldi. Í bréfinu má finna hlekki á námskeið, leiðbeiningar og viðbragðsáætlun.

Grænt bókhald fyrir árið 2022

Jafnréttisstofa heldur Grænt bókhald í samræmi við Græn skref fyrir ríkisstofnanir og hefur árlega skilað því til Umhverfisstofnunar fyrir árin 2019-2022.

Framkvæmd Forvarnaráætlunar gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel

Þann þriðja júní 2020 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.

Barna- og fjölskyldustofa birtir netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni

Sérfræðingar á vegum Barna- og fjölskyldustofu hafa útbúið gagnvirk netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni til þess að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa með börnum á birtingarmyndum afleiðinga kynferðisofbeldis hjá þeim og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi.

Meinlaust er hafið á ný

Vitundarvakningin Meinlaust? í samstarfi við Þroskahjálp er hafin.

Kynjahlutföll í ráðum og nefndum sveitarfélaganna – myndrænt yfirlit

Jafnréttisstofa hefur birt myndrænt yfirlit um niðurstöður könnunar um skipun í nefndir á vegum sveitarfélaganna eftir kynjum.

Mat á áhrifum aðgengis barna og ungmenna að klámi

Þann 8. maí sl. kom út skýrsla um Mat á áhrifum af stafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan.

Ísland í fimmta sæti á Regnbogakorti ILGA Europe

Í gær var nýtt Regnbogakort kynnt og er Ísland komið upp í fimmta sæti.

Kennsla á prufunámskeiðum gekk vel

Prufunámskeiðum verkefnisins Fjölbreytni í fyrirrúmi er lokið og má með sanni segja að þau hafi gengið vel.