Fréttir

Jafnréttisþing boðað 16. janúar

Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica frá klukkan 9 til 17.

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra braut jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem kærunefnd álítur að jafnréttislög hafi verið brotin, og jafnframt fyrsta málið varðandi stöðuveitingu sem hefur unnist fyrir kærunefndinni frá árinu 2006.

Hátíðardagskrá í Ketilhúsi

Fjölmennt var á hátíðarsamkomu í Ketilhúsi í gær í tilefni 60 afmælis mannrétteindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Samstaða á Ráðhústorgi

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi var efnt til útifundar á Ráðhústorgi síðastliðinn föstudag5. desember

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 60 ára

Jafnréttisstofa, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri standa fyrir hátíðardagskrá miðvikudaginn 10. desember í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.  Yfirlýsingin lagði grunninn að hinu alþjóðlega mannréttindakerfi nútímans og á henni byggja helstu mannréttindasamningar og stjórnarskrárákvæði ríkja víða um heim.

Útifundur gegn kynbundnu ofbeldi

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til útifundar á Ráðhústorgi föstudaginn 5. desember kl. 17.00.

Jafnlaunastefna á almennum vinnumarkaði

Starfshópur um framkvæmd jafnlaunastefnu á almennum vinnumarkaði, svokallaður jafnlaunahópur, sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skipaði í október 2007 undir forystu Jóns Sigurðssonar hefur skilað ráðherra skýrslu um verkefnið með ábendingum um þrjár leiðir til að vinna að launajafnrétti kynja.

Líf án ofbeldis er allra réttur

Þriðjudaginn 25. nóvember stendur UNIFEM á Íslandi fyrir árlegum morgunverðarfundi sínum á Hótel Holti kl. 8:15 – 9:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn og nýútkomið tímarit UNIFEM verður kynnt.

Rannsókn á launamun kynjanna hefur hækkað laun þúsunda starfsmanna í Svíþjóð

Rannsóknin á launamun kynjanna í Svíþjóð hefur leitt í ljós að fjórir af fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki lög um jöfn laun. Í kjölfar verkefnisins hafa nú 5200 launþegar fengið laun sín hækkuð í samræmi við lög. Verkefnið nefnist Miljongranskningen og er stærsta verkefni sem umboðsmaður jafnréttismála þar í landi hefur staðið fyrir.

Bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stóð Jafnréttisstofa fyrir bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri síðastliðinn fimmtudag.