Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica frá klukkan 9 til 17.
19.12.2008
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem kærunefnd álítur að jafnréttislög hafi verið brotin, og jafnframt fyrsta málið varðandi stöðuveitingu sem hefur unnist fyrir kærunefndinni frá árinu 2006.
16.12.2008
Fjölmennt var á hátíðarsamkomu í Ketilhúsi í gær í tilefni 60 afmælis mannrétteindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
11.12.2008
Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi var efnt til útifundar á Ráðhústorgi síðastliðinn föstudag5. desember
11.12.2008
Jafnréttisstofa, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri standa fyrir hátíðardagskrá miðvikudaginn 10. desember í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsingin lagði grunninn að hinu alþjóðlega mannréttindakerfi nútímans og á henni byggja helstu mannréttindasamningar og stjórnarskrárákvæði ríkja víða um heim.
09.12.2008
Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til útifundar á Ráðhústorgi föstudaginn 5. desember kl. 17.00.
05.12.2008
Starfshópur um framkvæmd jafnlaunastefnu á almennum vinnumarkaði, svokallaður jafnlaunahópur, sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skipaði í október 2007 undir forystu Jóns Sigurðssonar hefur skilað ráðherra skýrslu um verkefnið með ábendingum um þrjár leiðir til að vinna að launajafnrétti kynja.
05.12.2008
Þriðjudaginn 25. nóvember stendur UNIFEM á Íslandi fyrir árlegum morgunverðarfundi sínum á Hótel Holti kl. 8:15 9:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn og nýútkomið tímarit UNIFEM verður kynnt.
03.12.2008
Rannsóknin á launamun kynjanna í Svíþjóð hefur leitt í ljós að fjórir af fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki lög um jöfn laun. Í kjölfar verkefnisins hafa nú 5200 launþegar fengið laun sín hækkuð í samræmi við lög. Verkefnið nefnist Miljongranskningen og er stærsta verkefni sem umboðsmaður jafnréttismála þar í landi hefur staðið fyrir.
03.12.2008
Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stóð Jafnréttisstofa fyrir bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri síðastliðinn fimmtudag.
02.12.2008