Síðastliðinn mánudag kom þingflokkur Vinstri grænna í heimsókn á Jafnréttisstofu.
22.01.2009
Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal í tilefni 30 ára afmælis samnings um afnám allrar mismunar gagnvart konum eða Kvennasáttmálans sem var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18.desember 1979.
20.01.2009
Hátt í fimm hundruð manns eru skráð á jafnréttisþing, sem hófst á Hótel Nordica í morgun. Félags- og tryggingamálaráðherra boðaði til þingsins í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kynjakvótar, bann við kaupum á vændi og lög um hlutfall kynjanna í stjórnum fyrirtækja er á meðal þess sem rætt hefur verið þinginu.
19.01.2009
Síðastliðinn miðvikudag efndi Jafnréttisstofa til kynningar fyrir fagfólk við Eyjafjörð á nýútgefnum fræðsluritum Ingólfs V. Gíslasonar um ofbeldi í nánum samböndum.
09.01.2009
Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica klukkan 9 til 17.
08.01.2009
Jafnréttisstofa stendur fyrir kynningu á bókinni Ofbeldi í nánum samböndum eftir Ingólf V. Gíslason í Háskólanum á Akureyri í dag, 7. janúar. Kynningin fer fram í stofu L201 kl. 15.00 .
07.01.2009
Nýr umboðsmaður gegn mismunun tók til starfa í Svíþjóð nú í byrjun ársins. Þar með voru sameinuð embætti fjögurra umboðsmanna sem áður voru starfrækt á sviði jafnréttis kynjanna og mismununar vegna uppruna, fötlunar og kynhneigðar.
06.01.2009
Jafnréttisstofa verður lokuð frá hádegi á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember 2008. Stofan verður opnuð aftur að morgni mánudagsins 5. janúar 2009. Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
23.12.2008
Jafnréttisstofa telur rétt að minna ráðamenn, atvinnurekendur og alla aðra á ýmis atriði sem varða jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þrátt fyrir erfitt ástand í íslensku samfélagi þá má engan afslátt gefa af jafnrétti kynjanna. Í þeirri endurskipulagningu og uppbyggingu sem verður í kjölfar hruns á fjármálamarkaði felast tækifæri til þess að gera enn betur í jafnréttismálum. Forsenda slíkrar framþróunar er vitneskja um réttindi og skyldur og því vill Jafnréttisstofa benda á eftirfarandi:
22.12.2008
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dóms- og kirkjumálaráðherra um það hvort ástæða sé til að breyta lögum þannig að foreldrar eða forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag, í samræmi við nýlegt álit lögfræðings Jafnréttisstofu. Núgildandi löggjöf gerir ráð fyrir sjálfkrafa skráningu barns í trúfélag móður við fæðingu.
19.12.2008