Fréttir

Öskudagur

Það hefur verið líf og fjör hjá okkur á Jafnréttisstofu í morgun.

STEFNUMÓT VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA - KYNBUNDIÐ OFBELDI

Miðvikudaginn 21. febrúar verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel og hefst hann kl. 8.00. Til umræðu er kynbundið ofbeldi og aðgerðir gegn því með fulltrúm stjórnmálaflokkanna.

Sköpum umhyggjusama fyrirtækjamenningu

Nú er kominn út bæklingur frá evrópska FOCUS-verkefninu (Fostering Caring Masculinities) sem Jafnréttisstofa hefur verið aðili að. Bæklingurinn er gefinn út til þess að hvetja fyrirtæki til að auðvelda starfsfólki sínu að samhæfa fjölskyldu og einkalíf og veita ráð um hvernig það megi gera byggt á niðurstöðum verkefnisins.

Niðurstöður Modern Men II verkefnisins komnar

Nú er rafrænt aðgengi komið að niðurstöðum Modern Men II verkefnisins. Það fjallar um fyrirtækjamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.

Arfur Bríetar 150 árum síðar

Málþing í AkureyrarAkademíunni laugardaginn 10. febrúar kl. 14 - 17.

Jafnréttislög í 30 ár

Mannréttindastofnun HÍ og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við HÍ boða til málþings um jafnréttislög í 30 ár næstkomandi föstudag, 9. febrúar kl. 13.30 í stofu 101 í Odda.

Breyting á reglugerð um starfsemi Jafnréttisstofu

Nýlega tók gildi breyting á reglugerð um starfsemi Jafnréttisstofu nr. 47/2003. Breytinguna ásamt reglugerðinni í heild má finna hér.

Ráðningar í opinber störf:

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands efna til hádegisfundar föstudaginn 2. febrúar, kl. 12:10-13:10, í Námunni hjá Endurmenntun í Tæknigarði.

Kyngervi - menntun og miðlun

Rannsóknarhópur í kynjafræðum við Kennaraháskóla Íslands gengst fyrir málstofu föstudaginn 2. febrúar kl 14:00- 16:00 í stofu K 207 í KHÍ. Þar munu fimm meðlimir hópsins flytja erindi og kynna rannsóknir sínar.

100 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands

Ráðstefna í tilefni 100 ára afmæli KRFÍ verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 27. janúar, klukkan 14-17.