Fréttir

Tillögur um vottun jafnra launa

Samráðshópur til þess að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi hefur skilað tillögum sínum. Markmiðið með þeim er að fá fyrirtæki og stofnanir til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna.

Óvæntar heimsóknir

Jafnréttisstofa fær oft góða gesti í heimsókn, sem vilja kynna sér starfsemi stofunnar.

Nýtt álit frá Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála vegna launamáls á hendur Landsspítala -háskólasjúkrahús. Ekki var talið að um brot hefði verið að ræða. Álitið má lesa hér.

Vel heppnaður hádegisfundur

Í gær flutti Ingólfur V. Gíslason erindið Eru karlar hræddir við bleika gúmmíhanska? við góðar undirtektir en um 65 manns mætti á fundinn. Glærurnar ásamt fjölmiðlaumfjöllun um erindið eru nú aðgengileg á heimasíðunni.

Vinnumarkaður Evrópu knúinn af konum

Samkvæmt fréttum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gegna konur þrem af hverjum fjórum nýjum störfum í Evrópu. Þrátt fyrir þetta ríkir enn mikil munur á milli kynjanna á vinnumarkaði. Aukin menntun kvenna hefur ekki enn skilað sér að fullu, því enn vinna þær minna og fá minna borgað en karlar. Þetta er eitt af því sem fram kemur í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar um jafnrétti kvenna og karla á árinu 2007.

Landsfundur jafnréttisnefnda 4. og 5. júní

Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn dagana 4. og 5. júní nk. í Fjarðabyggð. Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir.

Norræn ungmenni horfa á klám

Í rannsókninni ,,Ungmenni, kynferði og klám á Norðurlöndum" hefur útbreiðslu kláms og menningarlega staða þess verið rannsakað. Verkefnið nær til alls níu kannanna um afstöðu ungs fólks og reynslu þess af klámi. 99 prósent aðspurðra drengja og 86 prósent stúlkna höfðu horft á klám einu sinni eða oftar.

Jafnréttiskennitalan

Fimmtudaginn 29. mars nk. mun Hlér Guðjónsson, kynna rannsóknarverkefni sitt: Þróun mælikvarða fyrir jafnréttiskennitölu á málstofu meistaranema í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Verkefnið er liður í þróun Jafnréttiskennitölunnar sem Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst stendur að í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráðuneytið, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráð.

Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?

Jafnréttisstofa hefur síðustu ár verið þátttakandi í nokkrum samevrópskum rannsóknaverkefnum, sem beinst hafa að stöðu karla sérstaklega og hinu flókna samspili fjölskyldulífs og atvinnulífs. Á hádegisfundi þann 28. mars næstkomandi fjallar Ingólfur V. Gíslason um stöðu, viðhorf og vilja íslenskra karla eins og hún birtist í niðurstöðum þessara verkefna.

Enginn kemur að sækja mig

Í hádegisfyrirlestraröð Rannsóknastofu í vinnuvernd, mánudaginn 26. mars kl. 12 - 13 flytur Gísli Hrafn Atlason erindi.